Fótbolti og meira ædol

Við spiluðum okkar þriðja leik í kvöld og unnum loksins, 3-2. Ég skoraði þriðja markið okkar og ég verð að segja að það var bara nokkuð laglegt mark. . Ég lék á vörnina og skaut ekki fyrr en ég var nokkuð viss um að hafa gott skot. Í síðasta leik komst ég ein inn fyrir en markmaðurinn náði að þrengja svo að mér að ég náði ekki að setja boltann inn. Vildi ekki sömu mistök núna.

En þótt við hefðum unnið leikinn var það ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hitt liðið spilaði færri, 8 til 9 leikmenn (ein meiddist og varð að fara út af). Við hefðum átt að hakka þær, þar sem við höfðum fleiri leikmenn, en þær voru einfaldlega mjög góðar og voru alltaf á undan að boltanum. Þar að auki voru þær nokkuð hrottalegar - sérstaklega ein - og hún hljóp mig tvisvar niður. Í fyrra skiptið komst hún upp með það og ekkert var dæmt en í seinna skiptið fengum við aukspyrnu. Það varð ekkert úr henni.

Eldsnemma á morgun fer ég yfir til Saltspring eyju þar sem við munum taka þátt í fótboltamóti yfir alla helgina - endar á mánudaginn. Því miður kemst ekki markmaðurinn okkar með og við þurfum því að skiptast á að vera í marki. Það er alveg ömurlegt og við eigum ábyggilega eftir að fá á okkur fullt af ódýrum mörkum. En aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.

Í sjónvarpinu er helst í fréttum að Taylor er kominn í úrslitin í American Idol. Það er eins gott að hann vinni hina leiðinlegu Katharyn McPhee. Eliott aðdáendur eru allir reiðir yfir því að þegar tilkynnt var að hann hafi fengið fæst atkvæði þá fagnaði Katharyn og foreldrar hennar (sem eru forrík og búa í Beverly Hills), á meðan Taylor og hans foreldrar voru sorgmædd yfir því að sjá Elliot fara. Og þau leyfðu sér ekki að fagna fyrr en eftir á. Þetta gæti eftir að hafa mikil áhrif því margir aðdáendur Elliots munu núna kjósa Taylor. Þeir munu ekki fyrirgefa Katharyn þetta. Þar að auki er ljóst hvað Elliot vill. Þegar talað var við hann eftir keppnina sagði hann að Taylor væri frábær náungi og mjög hæfileikaríkur en um Katharyn sagði hann að hún væri falleg stelpa. Ég held að Elliot muni kjósa Taylor. Svei mér þá, það er meira að segja möguleiki að ég hringi inn og kjósi Taylor. Það er, ef síminn leyfir kanadískum númerum að ná í gegn. Hef aldrei einu sinni prufað. Mér hefur alltaf verið nákvæmlega sama áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband