Umhverfisvernd og hjólreiðar

Alveg ótrúlegt að lesa bloggin sem tengjast þessari frétt. Það er eins og allir hatursmenn VG hlaupi upp til handa og fóta vegna þess að það fékkst tilefni til að setja út á þá.

Ég er alveg sammála því að það er skammarlegt að flestir fundarmanna hafi komið á bíl—í flokki sem berst fyrir grænum málefnum. En að segja að allir ættu að hjóla eða ganga er alveg út í hött. Mér finnst allt í lagi að heimta það af fólki sem býr þokkalega nálægt en ætlast menn til að fólk úr Keflavík og Mosfellsbæ hjóli á fundinn? Eða labbi? Það er naumast að allir eiga að vera í góðu formi. Og hvað með fólk á sjötugs eða áttræðisaldri? Hjóla? En jújú, unga fólkið í flokknum sem býr vestan Elliðaáa hefði átt að sýna gott formdæmi og sleppa bílnum en það má nú ekki taka þetta algjörlega út í öfgar eins og mér sýnist sumir hafa gert. 

Þar að auki virðist fréttina vera að  miklu leyti röng. Alla vega sá ég að Hlynur Halls sagði á einhverju bloggi að hann hefði labbað á staðinn, og nefndi að hann þekkti þó nokkra sem gerðu það. Þannig að fréttin virðist nú eitthvað ýkt.

Ég verð líka að segja að  mér finnst bara flott hjá VG að benda á þetta sjálfir. Takið eftir að það var VG félagi sem skammaði flokksmenn sína fyrir það að byrja ekki heima hjá sér í umhverfismálunum. Þeir eru greinilega að ræða málin og ég býst fastlega við að þeir muni taka þetta til sín og leggja meira á sig en áður.

Á það skal þó líka benda að það er hægt að vera umhverfissinni og brjóta samt að einhverju leyti gegn eigin skoðunum. Enginn er fullkominn. Eða eru menn að segja að það sé ekki rétt að berjast fyrir verndun hálendisins og samt eiga bíl? Er betra að enginn berjist fyrir umhverfismálum? Þetta er það sama og að segja að ef maður er í megrun má ekki leyfa sér súkkulaðibita af og til.

Hvor er nú betri:

Sá sem endurvinnur allt sem hann getur, berst fyrir friðun ákveðinna svæða, notar ekki spreybrúsa, er með kompóst úti í garði, borðar ekki kjöt (svo hann reki ekki við metangasi, sjá fyrri umfjöllun), EN keyrir bíl. 

Eða:

Sá sem endurvinnur ekkert, er skítsama um náttúruna, hendir matarleyfunum í ruslið, borðar kjöt OG keyrir bíl - jafnvel þótt það sé kannski hybrid.

Lesist: Það er hægt að berjast fyrir verndun náttúrunnar og samt sem áður af og til gera eitthvað gegn henni.

ÉG held að VG sé jafngóður fyrir náttúruvernd og Kvennalistinn var á sínum tíma fyrir konur í stjórnmálum. Hvað sem segja mátti um flokkinn sjálfan hafði hann þau áhrif að konum fjölgaði í öllum flokkum, og þótt ég hafi aldrei kosið Kvennalistann segi ég samt: Guði sé lof fyrir það sem þær gerðu. Eins er það með VG. Jafnvel þótt einhver séu of hægri sinnaðir til þess að þeim þyki hægt að kjósa þá, þá hafa þeir sett umhverfismál á oddinn og það hefur ýtt á aðra flokka að gera hið sama. Mamma segir mér að Katrín Fjeldsted hafi einmitt verið að skamma Sjálfstæðismenn fyrir að vera ekki nógu grænir. Kannski hefur VG skapað nóga umræðu í þjóðfélaginu til þess að aðrir flokkar verði nú að gera eitthvað í sínum málum.

Og kannski fara fleiri liðsmenn VG núna að hjóla.



mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyr, heyr!!!

Ég var einmitt au pair hjá Katrínu Fjeldsted í denn úti í London ... 1976! Hún var og er frábær!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, Katrín er frábær og auðvitað dæmigert að hún var felld í prófkjöri hjá d-listanum og er ekki lengur á blaði. Eins og græni liturinn á fálkanum þeirra: bara plat.

Ég hjóla og geng til skiptis . Bestu kveðjur til Kanada,

Hlynur Hallsson, 25.2.2007 kl. 03:16

3 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Kvitta undir þetta. Endurtek þín orð á mínu bloggi um daginn

Rannveig Þorvaldsdóttir, 25.2.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Umhverfisvernd byrjar heima og ekki skilja allir út á hvað Kyoto-ákvæðið gengur. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að sannir umhverfisverndarsinnar fari fyrir eigin vélarafli þegar þeir hafa tækifæri til. Magnús Bergsson hefur ekki stigið upp í bíl áratugum saman hafi hann ekki breyst frá því að við gáfum út Hjólhestinn saman þannig að hann er þess fyllilega umkominn að standa upp á fundinum og vekja máls á þessu.

Orð eru til alls fyrst og það var gott hjá Magnúsi að benda á þetta. Ef hann fór með rangt mál er eðlilegt að það leiðréttist. Að öðru leyti held ég að umræðan gæti orðið holl.

Svo verð ég að segja að ég sakna almennilegrar umræðu um Ingólfsfjall og það grátlega sem er að gerast þar. Þrátt fyrir að Þórustaðanáma eigi að fara í umhverfismat og hafi ekki farið í það er enn verið að taka úr henni. Það sýndist mér a.m.k. þegar ég fór þarna um - sem farþegi í bíl, hehe - í fyrradag.

Berglind Steinsdóttir, 25.2.2007 kl. 19:07

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála þér Berglind. Gott að umræðan komst á stað.

Hvað er þetta annars með Ingólfsfjall. Ég hef misst af því. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.2.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Samkvæmt fyrirhuguðu malarnámi úr Ingólfsfjalli mun fjallið lækka um 80 metra á þeim hluta sem snýr út að þjóðveginum til suðurs. Þetta er búið að standa yfir í mörg ár og ég kannast bara við að Bjarni Harðarson hafi gagnrýnt þetta opinberlega. Þetta á að fara í umhverfismat og þess vegna á að hætta malarnáminu á meðan en einhverjum finnst of miklir hagsmunir (malartökumanna) í húfi og þess vegna er látið óátalið að haldið sé áfram.

Svo komst Hellisheiðarvirkjun líka ótrúlega langt án tilskilinna leyfa. Hellisheiðin er í byggð og þá virðast ógurlega margir láta sér málið í léttu rúmi liggja.

Berglind Steinsdóttir, 26.2.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband