Hokkí
25.2.2007 | 07:12
Í kvöld fór ég á hokkíleik í BC hokkídeildinni og það var bara gaman. Þetta er svona eins og þriðja deildin, aðallega ungir strákar sem eru á síðustu árum í menntó eða fyrstu árum í háskóla. Þarna voru nokkrir góðir leikmenn en maður sá á sumum mistökunum að þessir strákar standa töluvert að baki þeim sem spila í deildunum tveimur fyrir ofan.
Ég ákvað að halda með Vernon liðinu (enda er Vernon skíðabær) en ekki heimaliðinu Burnaby (sem er nágrannaborg Vancouver). Ég ákvað þó að láta ekki á því bera því ég sat innan um svona ellilífeyrisþega stuðningslið sem var vopnað alls konar ýlum og lúðrum. Ég var nefnilega hrædd um að ef gömlurnar hefðu vitað að það væri svikari á meðal þeirra þá hefðu þau kannski fengið hjartaáfall, og ég vildi ekki eiga það á hættunni.
Nú er ég búin að sjá leik í annarri deildinni (BCHL) og þriðju deildinni (AHL) en hef ekki enn séð fyrstu deildar leik (NHL). Verð að fá miða á Canucks leik einhvern veginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.