Grjótglíma

Ég fór og klifraði í dag. Geri það reyndar alltaf á mánudögum. Ég stóð mig bara ágætlega, náði að klára leiðir sem ég hafði ekki klárað áður og komst býsna langt með eina leið sem er að stigi V3. Það er auðvitað lélegt  þegar tekið er tillit til þess að þeir bestu klifra V12 en það er auðvitað fólk sem er búið að æfa íþróttina lengi og byrjaði yfirleitt mjög ungt. Ég byrjaði náttúrulega á gamals aldri og á eftir að byggja upp vöðva á stöðum þar sem ég vissi ekki einu sinni að væru vöðvar. Það sem hamlar mér helst núna er skortur á fingrastyrk. Ég er með þokkalega upphandleggs og framhandleggsvöðva en fingurnir eru ekki nógu góðir.

 

Myndirnar hér eru af Chris Sharma sem er án efa besti klifrari í heimi. Ef þið viljið sjá eitthvað frábært, kíkið þá á þetta vídeó: http://www.youtube.com/watch?v=k45v4pLBaqs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband