Ertu klárari en fimmtubekkingur?
27.2.2007 | 17:17
Í kvöld er að hefjast nýr spurningarþáttur vestra þar sem fullorðnir keppa hvor við annan, en allar spurningarnar eru úr skólabókum fimmta bekks. Ef þeir geta ekki svarað geta þeir leitað til hóps af fimmtubekkingum um hjálp. Ætlunin er vísast að sýna fólki hversu miklu maður er búinn að gleyma frá því maður var í barnaskóla. Vancouver Sun ræður fólk frá því að horfa á þennan þátt með börnunum sínum ef það vill ekki þurfa að skammast sín.
Spurningarnar eru í þessum dúr:
1. Hvert er stærsta landið í Suður Ameríku?
2. Rétt eða rangt: strúturinn er hraðastur allra fugla á fæti.
Reyndar er eitt mjög athyglisvert þegar ég les yfir spurningarnar. Það er hversu mikið erfiðara enskumælandi börn eiga að mörgu leyti en t.d. íslensk, vegna þess að málið þeirra eru ekki eins gagnsætt. sjáið t.d. muninn á eftirfarandi spurningum:
A heptagon has how many sides?
Hversu margar hliðar hefur sjöhyrningur?
íslenska spurningin inniheldur svarið en til að vita svarið við ensku spurningunni þarf að þekkja rótin a hepta sem er alls ekki það sama og seven.
Annað dæmi:
If you have a gross of pencils, how many pencils do you have?
Ef þú hefur tólf tylftir af blýöntum, hversu marga blýanta hefurðu?
Aftur , mun gagnsærra á íslensku.
Enn eitt dæmi:
Ture or false: A turtle is an amphibian.
Rétt eða rangt: skjaldbaka er froskdýr?
Dah. Stundum finnst okkur málið okkar flækja allt vegna beyginga, undalegrar stafsetningu, o.sfrv. en á móti má benda á að íslenskan er alveg ótrúlega auðskilið mál að mörgu leyti. Miklu miklu gagnsærri en enskan.
Athugasemdir
Ég man eftir einu dæmi úr Jay Leno meðan ég horfði á hann. Þá var Bandaríkjamaður spurður um barometer en í þýðingunni var auðvitað spurt um loftvog - sem var allnokkru gagnsærra. Viðmælandi Jays giskaði 20 sinnum og fann samt ekki svarið.
Berglind Steinsdóttir, 1.3.2007 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.