Rjómaís og ólétta

Jæja dömur mínar. Nýjustu rannsóknir segja að ef þið viljið verða ófrískar, þá er um að gera að borða rjómaís.

Heilsugæsludeild Harvard skóla, sem fylgdi 18.555 heilbrigðum, giftum konum, komst að þeirri niðurstöðu að konur sem borðuðu fitusnauðar (eða fitulitlar) mjólkurafurðir, sérstaklega jógurt, sherbert og frosna jógúrt, voru 85 prósentum líklegri til þess að eiga í vandræðum með egglos en konur sem borðuðu fituríkar mjólkurafurðir.

Þannig að, ef þið eruð að hugsa um að eignast börn þá er um að gera að borða ís og drekka nýmjólk. Ég mæli endregið með Ben and Jerry's Chuncky monkey. Ef Ísland er enn of vitlaust til að selja Ben and Jerry's þá mæli ég með Haegendaz Dolce de leche....mmm good. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ansi er að vera kominn úr barneign... eða svona hérumbil.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband