Fráfall séra Péturs

Ég sá það á bloggi Stefáns Friðriks að séra Pétur Þórarinsson í Laufási er látinn. Mikið er sorglegt að heyra það. Pétur var alveg yndislegur maður sem hafði svo margt að gefa og gerði svo mörgum gott.

péturHann var frændi minn en ég þekkti hann aldrei mjög vel. Mamma þekkti hann miklu betur og hún talaði alltaf svo vel um hann og af virðingu. Í gegnum árin hefur hún sagt mér helstu fréttir af Pétri og baráttu hans við sjúkdóminn, en ég hafði ekki heyrt neitt nýlega og því kom lát hans mér algjörlega að óvöru.

Ég sá hann síðast árið 2001 þegar hann var að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Ég var að koma frá Mývatnssveit með mömmu og pabba og Tim, þáverandi kærasta mínum, og við stoppuðum í Laufási til þess að halda upp á daginn með Pétri. Hann hafði í kringum sig fjölskyldu sína og bestu vini, en samt var hann svo glaður að sjá okkur. Þarna sat hann í sólinni, á hlaðinu heima, umvafinn ást og umhyggju. Þannig vil ég muna hann.

Ég sendi mínar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband