Fótboltamót á Saltspring eyju

pros.jpg

Um helgina fór Presto liðið til Saltspring eyju að spila á fótoboltamóti. Leikirnir okkar fóru á eftirfarandi hátt:

4-1
1-1
4-0
5-4
2-1

Við komumst því í útslitaleikinn þar sem við lékum gegn liðinu sem við gerðum jafntefli við. Þar töpuðum við því miður 2-1 og urðum því í öðru sæti. Við fengum hins vegar um 25.000 krónur fyrir það og ætlum núna að kaupa rauðan fótbolta og upphitunarjakka. Við verðum heldur betur flottar þar.

Ég verð hins vegar að viðurkenna að þessi góði árangur er fyrst og fremst fimm stelpum úr annarri deild að þakka. Þær spiluðu með okkur á mótinu því við vorum ekki með fullt lið og þær voru hreinlega frábærar. Það var líka eins gott því mörg liðin sem við spiluðum á móti voru þriðju deilarlið eða annarrar deildar og við hefðum nú ekki staðið okkur vel á móti þeim án þessarra auka stelpna. En við lærðum líka mikið af því að spila með þeim. Því miður dugði það okkur ekki í leiknum í gær sem við töpuðum 3-2, jafnvel þótt við spiluðum mun betur en hitt liðið. Ætli við höfum ekki bara verið þreyttar.


pros.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband