Gott að heyra

Í morgun fékk ég tölvupóst frá Kýpverskri stelpu sem er með mér í skóla, þar sem hún tilkynnti félögum sínum fréttirnar af falli Ledra múrsins. Þetta var búið að vera hennar draumur frá því hún var barn. Ég kom af fjöllum. Hafði aldrei heyrt um að Kýpur hefði svona múr. Vissi bara um Berlínarmúrinn. Ég er alltaf að taka eftir því hversu mikið vantar í raun á vitneskju manns um það sem aðrir þurfa að ganga í gegnum. Allir vissu af Berlínarmúrnum og fögnuðu þegar hann var tekinn niður. Sennilega af því að þar var verið að taka niður múrinn á milli kommúnisma og kapítalisma. Hugtök sem öllum eru nær. En á Kýpur skildi múrinn að Grikki og Tyrki - sem sagt, ekki  mjög táknrænt fyrir heimsveldisstefnur og skipti okkur þar af minna máli. 

Þetta minnir mig á þegar fólk er að segja að auðvitað hefðu Bandaríkjamenn þurft að ráðast inn í Írak því Hussein væri skrímsli og hræðilegir hlutir að gerast þar (ég heyrði það ekki á Íslandi - bara hér ytra). Ég spurði þetta fólk þá af því af hverju Bandaríkin réðust aldrei inn í Alsír þegar borgarastyrjöldin geysaði þar. Þar voru hundruð þúsunda drepin, þar á meðal konur og börn. Ég las einu sinni frétt um að fimm börn hafi verið skorin á háls þegar þau stoppuðu á leið heim frá skóla til að huga að kindunum sínum. Amnesty International reyndi að vekja athygli á þessu en stórþjóðum heims var alveg sama. Enda borgarastríðið í norðurhlutanum en olía streymdi óhindrað út úr Sahara í suðurhlutanum. Það eru efnahagslegir hlutir sem ráða en ekki endilega mannúðlegir.

Ég er ekki að segja að neinn hefði átt að gera neitt í Kýpur. Reyndar virðist sem Sameinuðu Þjóðirnar hafi eitthvað reynt að miðla málum. Ég er bara að segja að ég vissi ekki einu sinni af þessu sem sjálfsagt er að mestu leyti mér að kenna. Kannski er það vegna þess að maður heyrir af svo miklu órétti í heiminum að það eina sem síast inn er það sem er endurtekið í sífellu. Og þetta hefur varla farið hátt.


mbl.is Veggur milli gríska og tyrkneska hluta Níkósíu rofinn að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband