Klukkubreyting

Ég vil vekja athygli allra á því að nú er búið að færa klukkuna fram hér vestra. Við töpuðum sem sagt einum klukkutíma í nótt. Ég skildi ekkert í því þegar ég sat við tölvuna fyrr í dag að hún var að verða eitt. Ég var viss um að ég hefði ekki eytt fjórum klukkutímum í vitleysu og samt hafði ég vaknað um níu leytið. Það tók mig smá tíma að fatta að búið var að breyta klukkunni og makkinn minn er svo sniðugur að hann gerði það sjálfkrafa fyrir mig. Ég varð  því að ganga um húsið og breyta öllum öðrum klukkum, sem eru ótrúlega margar: Eldhúsklukka, vekjaraklukka, tvö úr, klukkan á vídeóinu, klukkan á heimasímanum og farsímanum... Raftæki eiga að færa þetta til sjálf en þau eru flest þannig stillt að þau breyti klukkunni fyrsta sunnudag í apríl. Nú var klukkunni hins vegar breytt þremur vikum fyrr. Og af hverju? Af því að Bandaríkjamenn gerðu það. Hvers vegna þeir gerðu það veit ég ekki. Heyrði að það ætti að spara rafmagn. Alla vega, búin að breyta klukkunum, farin að jafna mig á því að klukkutími var tekinn úr sólarhringnum og þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu fyrr en á hrekkjavökunni þegar þeir breyta klukkunni aftur til baka.

Margir vilja hætta þessu veseni með klukkuna. Ég bendi þá auðvitað á að henni er ekki breytt heima, en þarf svo að bæta við að það breyti heldur engu þar. Annað hvort er myrkur langt fram eftir morgni eða bjart alla nóttina. Ekki þess virði að breyta klukkunni til þess að fá dagsbirti lengur á smá tíma að vori og hausti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband