Komin til Toronto
27.5.2006 | 00:12
Þetta hefur verið langur dagur. Vaknaði klukkan fimm í morgun (eftir að hafa verið að pakka og að ganga frá vinnu þar til klukkan tvö) og dreif mig á flugvöllinn. Flugið til Toronto frá Vancouver er um fjórir og hálfur tími og að viðbættri bið eftir fólki sem var seint, og bið eftir töskunni minn var þetta heillangur tími. Síðan var ekkert smá mál að komast til York háskóla sem er í norðurhluta stór-Toronto-svæðisins. Við komum ekki á kampus fyrr en um fimm að Toronto tíma (tvö að Vancouver tíma) sem þýðir að það tók okkur um það bil tvo tíma í strætó að komast frá flugvellinum að háskólasvæðinu. En ég er búin að tékka mig inn (gisti á Garði), búin að skrá mig á ráðstefnuna, borða, athuga tölvupóstinn og get núna dólað mér þar til tími er kominn til að fara að sofa. Ráðstefnan byrjar klukkan níu í fyrramálið, sem er sex að mínum tíma, þannig að það er best að hefja aðlögun strax. Annars er hnéð á mér að drepa mig. Það var of mikið álag á því að spila fótbolta fjóra daga í röð og að sitja svo í flugvél í svona langan tíma með hnéð bogið var einfaldlega og mikið. Ég haltra núna um eins og aumingi.
Skrifa meira á morgun og segi ykkur hvernig fyrr fyrirlestur minn fór.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.