Vote for the worst
14.3.2007 | 06:21
Það er athyglisvert að fylgjast með þáttum eins og American Idol þar sem almenningur ræður hvernig fer. Í síðustu tvö skiptin hef ég búist við að Sanjaya Malakar dytti út, og á viðbrögðum hans sjálfs að sjá virðist sem hann hafi sjálfur búist við því. En hann hangir inni, þrátt fyrir að vera í mesta lagi meðalgóður söngvari. Fyrst hélt ég að það væri vegna þess að hann er ungur og sætur og gæti því höfðað til lítilla stelpna og eldri kvenna. En það virðist vera meira þarna á ferðinni. Samkvæmt nýjustu tölum frá http://www.dialidol.com, sem hingað til hafa spáð ótrúlega réttilega fyrir hvernig fer í hverri viku, er hann ekki bara öruggur áfram heldur virðist vera í öðru til fjórða sæti, og það þrátt fyrir að hafa enn og aftur verið hundlélegur. Það hvarflaði því að mér að aftur væri komið í gang átak til þess að kjósa VERSTA söngvarann. Í fyrra hékk Kevin Covas (chicken little) lengi vel inni vegna þessa átaks. Þannig að ég fór á síðuna http://www.votefortheworst.com og jújú, Sanjaya Malakar maður dagsins á síðunni.
Hér kemur lýsing á átakinu:
We're back! Votefortheworst.com was started in 2004 to support voting for the entertaining contestants who the producers would hate to see win on American Idol. Why do we do it? During the initial auditions, the producers of Idol only let certain people through. Many good people are turned away and many bad singers are kept around to see Simon, Paula, and Randy so that America will be entertained.
Now why do the producers do this? It's simple: American Idol is not about singing at all, it's about making good reality TV and enjoying the cheesy, guilty pleasure of watching bad singing. We agree that a fish out of water is entertaining, and we want to acknowledge this fact by encouraging people to make an even funnier show by helping the amusing antagonists stick around. VFTW sees keeping these contestants around as a golden opportunity to make a funnier show.
Á myndinni til hægri má sjá Taylor Hicks með bol frá heimasíðunni. Ef ég man rétt var hann valinn strax eða fljótlega eftir að Kevin datt út og hélt stöðu sinni það sem eftir var.
Ég held að Melinda Doolittle og LaKeasha séu sennilega betri söngvarar en nokkur í American Idol í fyrra, en samt finnst mér keppnin í ár ekki lofa eins góðu og þá. Taylor, Chris og Elliot voru allir frábærir, en svo var þarna líka fólk eins og Katharyn, Kelly Pickler, Ace, Bucky, Mendisa... Reyndar eru bæði Melinda og LaKeasha frábærar svo það verður eflaust gaman að fylgjast með þeim. Þá er Jordin mjög góð. Þessar þrjár ættu allar að komast á verðlaunapall, ef svo má segja. Blake og Chris R eru áhugaverðir og Phil var betri en ég bjóst við (hef alltaf misst af honum hingað til). En ég er strax búin að gleyma hinum (nema Sanjaya auðvitað).
Annars mæli ég eindregið með því að allir þeir sem hafa pínulítið gaman af þessum idol-þáttum (já og kannski líka þeir sem hata þá) kíki á þessi skrif hér: http://www.votefortheworst.com/node/33
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað við erum sammála um Stjörnuleitina í ár. Það er líka ljóst hverjar á að tala inn í úrslitin.
Már Högnason (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:54
Sammála þér með Malakar, hann er hundlélegur og furðulegt að hann hangi enn inni. En svona getur þetta greinilega virkað þegar fólkið er að kjósa af ýmsum ástæðum. Kveðja úr Eyjum.
Karl Gauti Hjaltason, 17.3.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.