Spennandi

Þessi Google sími verður að vera hrikalega flottur ef hann á að komast með tærnar þar sem nýji iPhone síminn hefur hælana. Ef þið eruð ekki búin að sjá kynninguna á iPhone, þá getið þið séð hana hér: http://www.apple.is/myndir/applefrettir/iPhone_UI.mov

Mig langar svoooooo mikið í svona síma. En ég á enga peninga þannig að það mun nú ekki gerast á næstunni. Nema ég vinni í lottó. En það mun varla gerast á meðan ég spila ekki!!!


mbl.is Segja Google vera að þróa farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

en ef að ódýrara er að hringja með þeim síma heim, er hann þá ekki fljótur að borga sig??

Pétur Björgvin, 20.3.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, góð spurning hjá Pétri! Það þarf reyndar að vera ríkur til að geta sparað. Ekki gat ég keypt mér frystikistu í mörg ár og sparað þannig með því að kaupa matvöru á útsölu ... mér líst vel á 50 kall á viku í happdrættismiða!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Góður punktur Pétur. Reyndar nota ég nær eingöng Skype til að hringja til Íslands þannig að ég eyði litlu í þau símtöl. Það er hins vegar rétt, ef maður hefur farsíma sem ódýara er að hringja í á milli landa þá er það æðislegt. ég fékk hrikalegan símreikning eftir jólin vegna þess að ég notaði kanadíska símann minn töluvert, bæði til að hringja til Kanada og á staði á Íslandi.

Gurrí, þú snertir viðkvæman streng með frystikistutalinu. Frystikista hefur verið draumur minn í mörg mörg ár. Ég hef horft upp á mömmu og pabba líta hvort á annað klukkan sex að kvöldi og segja: hvað eigum við að hafa í matinn? Og síðan kíkja þau í kistuna og finna alls kyns dýrindismáltíðir sem þar leynast - enda heill lambaskrokkur í kistunni. Ég þarf alltaf að fara út í búð og enda á því að kaupa einhvern óþarfa. Ég held að fyrstikista spari á tvennan hátt. Af því hægt er að kaupa á útsölu eins og þú segir, og af því að maður þarf ekki að fara eins oft út í búð og þar af leiðandi ekki eins líklegur itl að kaupa einhverja vitleysu. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband