Að vera að vera ekki dræsa
20.3.2007 | 15:33
Þetta Conrad Black mál er allt saman mjög athyglisvert, enda Black stórríkur og á vini eins og Donald Trump og fleiri. Alla vega á Trump að bera vitni í málinu gegn Black og ég alla vega tók því þannig að hann væri þar fyrir hönd verjanda sem karaktervitni. En kannski misskidi ég eitthvað. Það er auðvelt að misskilja það sem þarna fer fram.
Fjölmiðlum hefur ábyggilega verið kætt við þessi ummæli lafði Barböru.
Þetta hefur hins vegar orðið að myndefni í bíómynd sem annað hvort er í vinnslu eða er komin út. Ég man ekki hvort. Vanalega er það þannig vestanhafs að öll svona mál sem vekja þokkalega athygli verða fyrst að lélegum sjónvarpsmyndum (samanber Martha Stewart story, ofl.) og ef þær koma þokkalega út verður oft alvöru bíómynd gerð eftir efninu.
Ég hef líka tekið eftir að þeir sem skrifa fyrir Law and Order eru duglegir að nota sér alvöru mál úr fréttunum í sína þætti.
Lafði Black neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.