Fuglar læra erlend tungumál
20.3.2007 | 16:13
Í dag las ég skemmtilega frétt þar sem segir að fuglinn Nuthatch hafi lært tungumál Chickadee fuglanna. Chickadee er lítill og fallegur fugl með skemmtilegan söng sem stundum hljómar eins og nafn fuglsins, chick-a-dí-dí-dí. Hver söngur hefur ákveðna þýðingu og þannig er með varnaðarköllin. Þar kemur fram hjá fuglinum hvort rándýrið er stórt eða lítið og hvort það flýgur eða gengur á jörðinni. Líka má greina á milli þess hvort eigi að forða sér hið snarasta eða ráðast á rándýrið (svokallað mobbing).
Í ljós hefur komið að Nuthatch, sem er allt önnur fuglategund, virðist skilja Chickadee fuglana og bregst við á réttan hátt. Þetta var reynt með því að spila köll Chickadee úr hátalara þannig að ljóst væri að Nuthatch færi eftir kallinu sjálfu en ekki hegðun alvöru Chickadee fugls á svæðinu. Og í ljós kom að hann brást algjörlega rétt við í hvert skiptið.
Þeir sem efast um niðurstöðurnar benda helst á að valdir hafi verið tveir söngvar sem væru mjög ólíkir og að kannski hefði verið betra að hafa líkari köll til þess að sýna að fuglinn gæti virkilega greint á milli. En mér finnst þetta ferlega sniðugt, jafnvel þótt köllin tvö í rannsókninni væru mjög ólík.
Ekki hefur verið kannað hvort Chickadee skilur Nuthatch enda hefur Nuthatchinn ekki eins margbreytileg varnaðarköll og Chickadee.
Athugasemdir
Ah, það sýnir bara að þú skilur ekki smáapamál. Enda við komin af alvöru stórum öpum en ekki neinum litlum kvikindum.
Það er alveg ótrúlegt hvað dýrin geta gert.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.3.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.