Dansarinn Heather

Dómararnir sögðust ætla að meta hana alveg á sama hátt og aðra og ekki taka með í reikninginn að hún væri fötluð á neinn hátt. En ég held það hafi verið alveg ljóst að þeir gerðu það ekki. Þeir gáfu henni mun betri dóma en sumum öðrum sem dönsuðu langtum betur (en stigin voru svo sem í samræmi). Það verður gaman að sjá hvort það helst.

Ég horfi vanalega ekki á dansþætti en horfði nú á þennan út af Heather. Vildi sjá hvernig hún stæði sig. Mér fannst Joey Fatone úr NSync standa sig best en hann hefur nú forskot á hina. Var í strákabandi sem gerði mikið af því að danssa (þótt ekki hafi það nú verið góður dans) langt verstur var Billy Ray Cyrus, one-hit-wonder á tónlistarsviðinu (með Achy Breaky Heart) og núverandi sjónvarpsstjarna. Hann var svo stirður að ég er viss um að ég hefði verið betri, og er þó hrikalegur dansari. 

En aftur að Heather. Hún minntist ekki orði á Paul, sem mér fannst nú gott hjá henni. Hún ætlar greinilega að reyna að komast áfram á eigin nafni (enda orðin aftur Heather Mills). Ég skil samt ekki alveg hvernig hún ætlar að fara að þessu ef hún tollir eitthvað í keppninni. Hún æfði greinilega heima í Englandi fram að keppninni en nú er keppt vikulega þannig að hún hlýtur að þurfa að vera í Bandaríkjunum. Efast um að Paul hafi leyft henni að taka Beatrice með sér. Ætlar hún að vera í burtu frá barninu sínu í einhverja mánuði (ef vel fer)? Get ekki ímyndað  mér að það sé gott á meðan hún stendur í forræðisdeilu. 


mbl.is Mills lofuð fyrir dansinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, spennó, vona að þetta verði sýnt á Íslandi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband