Spáin um topp tíu hópinn

Fyrir nokkrum vikum bloggaði ég um það hvaða keppendur í American Idol ég teldi líklegasta til að ná eitthvað. Þar nefndi ég þessa:

 Fyrst stelpurnar 

Melinda Doolittle - enn inni
Jordan Sparks - enn inni
Lakisha Jones - enn inni
Stephanie Edwards - enn inni

og hugsanlega Sabrina Sloan - dottin út

Sem sagt, ég stóð mig nokkuð vel með stelpurnar.

Þá sem ég valdi af strákunum:

Chris Richardson - enn inni
Blake Lewis - enn inni

og hugsanlega
Jared Cotter - dottinn út
AJ Tabaldo - dottinn út 
Brandon Rogers - dottinn út

Ekki eins sannspá með strákana. 

Þetta voru mínir topp tíu. Ég veit ekki fyrr en á morgun hverjir verða á topp tíu listanum í ár þannig að einhver þeirra sem hér eru enn inni gæti dottið út. Merkilegt þó að þau sem ég var viss um eru öll enn inni, og hin sem ég sagði að kæmust hugsanlega áfram eru öll dottin út. Ég vanmat hins vegar nokkur sem enn eru í keppninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Melinda og Lakisha verði í úrslitum.

Már Högnason (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Verst að þú fórst ekki með þetta í veðbanka, þá værir þú rík núna og gætir keypt þér google símann um leið og hann kemur á markaðinn!

Pétur Björgvin, 21.3.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband