Mikilvæg uppgötvun tengd brjóstakrabba

Vísindamenn við UBC (skólann minn) hafa nýverið gert mikilvæga uppgötvun sem tengist meinvörpum úr brjóstakrabba. Í ljós hefur komið að í öllum æxlum brjóstakrabba sem dreifa sér til annarra líkamshluta er ákveðið prótein á yfirborðinu. Talið er að þetta prótein sé valdurinn að því að krabbinn dreifir sér og því er nú hægt að einbeita sér að því að finna lyf sem ræðst sérstaklega á þetta prótein. Lyfið myndi þá annað hvort eyða próteininu eða nota það sem nokkurs konar ekkeri til þess að drepa krabbann sjálfan. Þar sem ég er enginn læknir eða líffræðingur ætla ég bara að vísa ykkur á greinar þar sem þið getið sjálf lesið meira um þetta:

Greinin úr The Vancouver Sun.

Grein af vef UBC.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að spyrja að snillinni í skólanum okkar!

Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er bara algjör snilld! Frábær skóli sem þú átt (þið)!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband