Verður að ljúga trúlega
22.3.2007 | 17:05
Ég er að reyna að vera jákvæð út í Heather Mills en hver haldiði að trúi því að hún hafi verið betur sett fjárhagslega áður en hún gifti sig? Og hver ætli að trúi því að hún hafi haft 30.000 til 50.000 dollara Á TÍMANN fyrir að halda fyrirlestra? Hún var nobody áður en hún hitti Paul. Jú, hún kom fram og hélt fyrirlestra sem fötluð kona sem var talsmaður mannúðarhóps (geng jarðsprengjum) en eingöngu stórstjörnur fá svona pening fyrir að koma fram og tala. Bullið verður nú að vera aðeins trúlegra.
Kannski hafði hún heldur betri fjárhagsstöðu þá en hún hefur akkúrat í augnablikinu á meðan hún stendur í skilnaði. Viss um að hún hefur ekkert ógurlega mikinn vasapening frá Makka eins og stendur. En hvernig sem hún kemur út úr skilnaðinum er ljóst að hún mun fá miklu meiri pening en hún hefði nokkurn tímann getað unnið sér inn sem fyrirlesari á samkomum.
Ég er að reyna að láta mér líka við hana en hún gerir það ekki auðvelt fyrir mann með svona heimskulegum yfirlýsingum.
Mills: Ég var betur sett áður en ég gifti mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
einmitt, hver ætti að trúa því að hún hafi fengið svona upphæðir fyrir að halda fyrirlestra? Þetta er svo fáránlegt þarsem hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi aldrei gert neitt nema fyrir góðgerðir... á hún við að samtök sem hún starfaði fyrir hafi fengið pening ef einhver mætti til að tala, eða var hún hæstlaunaðasti fræðimaður heimsins? skrítið að fólk hafi sagt að hún væri lygasjúklingur, það skildi þó ekki vera eitthvað til í því....
halkatla, 22.3.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.