Alltaf óheppin
24.3.2007 | 07:06
Um síðustu helgi varð ég fyrir þeirri ógæfu að veskið mitt datt út úr bakpokanum mínum þegar ég fór út úr strætó. ég hafði ekki lokað pokanum almennilega. Ég var á leið í klifurhúsið og áttaði mig á hvað hafði gerst þegar ég átti að stimpla mig inn. Með hjartað á fimmföldum hraða hljóp ég að strætóstöðinni en fann ekki veskið. Dró því þá áætlun að það hafi dottið út inni í strætó. Við tók klukkutími af stressi með því að reyna að ná sambandi við strætó fyrirtækið (sem var lokað af því það var laugardagur), tala við lögreglumann (sem gat ekkert gert), vekja pabba til að biðja hann um að láta loka vísa og debetkortinu mínu (af því að ég var ekki með þessi númer) og síðan að fara upp í næsta strætó, annars vegar til að komast heim (enda í um tveggja tíma gang frá heimili mínu í mígandi rigningu) og að biðja hann um hjálp við að koma skilaboðum til strætóstjórans í vagninum sem ég tók austur eftir. Hann var mjög hjálplegur, lét senda skilaboð til allra vagnstjóra á þessarri leið um að leita í vögnum sínum og gaf mér svo upp ýmis símanúmer sem ég gætihringt í til að fá frekari aðstoð. Veskið datt úr töskunni um fimm leytið og um sex leytið var ég komin heim, rennblaut, þreitt og áhyggjufull. Á símsvara mínum voru skilaboð frá manni að nafni Sergei sem fann veskið á stoppistöðinni. Hann hefur því verið innan við tíu mínútum á eftir mér þar. Öll kort voru á sínum stað (Guði sé lof) en allir peningar horfnir. Vanalega er ég í mesta lagi með eitt eða tvö þúsund krónur á mér í reiðufé, en af því að ég er nú á Rannís styrk koma peningar mínir inn á reikning á Íslandi og ég þarf svo að millifæra reglulega. Yfirleitt geri ég það með því að taka út peninga úr hraðbanka og leggja svo inn á kanadíska reikninginn minn. Að þessu sinni hafði ég nýlega tekið út 10.000 krónur og var ekki búin að leggja það inn. Sem sagt, um tíu þúsund krónur í veskinu akkúrat þegar ég týni því. Og nú, tíu þúsund krónum fátækari. Og ég mátti alls ekki við því vegna þess að ég fæ aðeins áttatíuþúsund krónur á mánuði og húsaleigan er tæplega fimmtíu þúsund. Það er því ekki mikill peningur afgangs.
Það er ánægjulegt að til skuli vera fólk eins og hjálplegi strætóstjórinn, og maðurinn sem skilaði mér veskinu mínu, en leiðinlegt að líka skuli vera óheiðalegt fólk eins og sá sem tók peninginn.


Alfreð Símonarson
Anna
Ágúst H Bjarnason
Berglind Steinsdóttir
Bergljót Gunnarsdóttir
Bergur Thorberg
Björn Emilsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Brynja skordal
Bwahahaha...
Eiður Svanberg Guðnason
Einar Indriðason
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Fjarki
Geiri glaði
gudni.is
Guðmundur Pálsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Ösp
Gunnar Kr.
Gunnar Már Hauksson
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Halla Rut
Heiða Þórðar
Helgi Már Barðason
Hildur Helga Sigurðardóttir
Himmalingur
Hlynur Hallsson
Hlynur Jón Michelsen
Huld S. Ringsted
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
Ingigerður Friðgeirsdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Ingólfur Þór Guðmundsson
Íshokkí
Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Stefanía Jensdóttir
Jens Sigurjónsson
Jóhann Elíasson
Jón Svavarsson
Júlíus Valsson
Kent Lárus Björnsson
Kristján P. Gudmundsson
Kristlaug M Sigurðardóttir
Loftslag.is
Magnús Geir Guðmundsson
Marinó Már Marinósson
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
Mummi Guð
Myndlistarfélagið
Norðanmaður
Ólafur Th Skúlason
Páll Ingi Kvaran
Ragnar Páll Ólafsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Riddarinn
Róbert Badí Baldursson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Ruth Ásdísardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Sigurður Antonsson
Sigurjón
Svala Jónsdóttir
Svanur Gísli Þorkelsson
Sæmundur Bjarnason
Toshiki Toma
Valdimar Gunnarsson
Vertu með á nótunum
Wilhelm Emilsson
Þorsteinn Briem
Þóra Lisebeth Gestsdóttir
Þóra Sigurðardóttir
Þröstur Unnar
Öll lífsins gæði?





Athugasemdir
Biddu...ertu ad segja ad Rannis-styrkurinn se i raun LAEGRI er grunnframfaersla einstaklings samkvaemt toflu lanasjodsins (sem eru 87000 a islandi, 97000 fyrir namsmann i kanada)? Thad er hlaegilegt! Blessud fardu ad spila i lotto stelpa!
Rut (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 08:09
Já. Ég þurfti að fylla út form um hvernig ég vildi láta dreifa greiðslunum og þar kom fram að ekki mætti borga út meira en 80.000 á mánuði. Það þýddi að árs styrkurinn þarf að dreifast á eina átján mánuði.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.3.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.