Í nálægð Camarro
24.3.2007 | 17:46
Eina skiptið sem ég hef komið til Napoli var þegar fjórði bekkur MA ferðaðist um Ítalíu fyrir tæpum tuttugu árum. Við vorum lengst af í Sorrento, í nágrenni Napoli en fórum einu sinni í dagsferð til borgarinnar. Okkur var skipað (af kennurum okkar) að ferðast saman í stórum hópumhelst með strák í hverjum hópog við máttum alls ekki taka passana okkar með okkur. Þar að auki var ákveðið svæði borgarinnar sem við máttum ekki fara til. Við fylgdum öllum þessum reglum og enginn lenti í vandræðum, nema jú við að reyna að skipta ferðatékkunum sem allir voru með í þá daga. Það reyndist erfitt þegar maður var passalaus.
Í annað skiptið vorum við að keyra frá Sorrento to Vesúvíusar og Pompei og keyrðum þá framhjá brunnu bílflaki. Fararstjórinn sagði okkur að þessi bíll hefði verið sprengdur upp af mafíunni vikunni áður.
Við fundum sterklega fyrir nálægð mafíunnar þennan tíma sem við vorum á svæðinu án þessa að nokkuð gerðist í raun sem að okkur sneri. Það var bara þessi tilfinning sem maður fær þegar maður er á svæðinu, heyrir sögurnar og sér vitnisburðin!
Borgarstjóri Napólí íhugar að óska eftir aðstoð hersins vegna glæpaöldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.