Dropar detta oní poll...

...dropar detta á minn koll
dropar detta all í kring
og dinga linga ling.

Þessi litla vísa sem mamma kenndi mér fyrir ....hmmm...mörgum árum á vel við Vancouver og nágrenni þessa dagana í mars hefur rignt í 20 daga af 23 (nú er sá 24. og spáð er rigningu). Við höfum aðeins fengið 43 klukkutíma af sólskini. Þetta hefur sem sagt verið tvöfalt meiri rigning í venjulegu ári og aðeins tæpur helmingur af sólskininu. Búist er við um 120 mm af regni á Vancouver eyju og 50-110 hér í kringum mig. Samkvæmt spám er hugsanlegt að þurrt verði á mánudag og þriðjudag en svo ætti að fara að rigna á ný.

Annars skilst mér að það sé belgingur heima. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, hér er sko rok og rigning ... gluggarnir tandurhreinir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Pétur Björgvin

var fínt veður á Akureyri í allan dag, en þó það mikill vindur að skíðalyfturnar gengu mjög stopult, alltaf verið að stoppa þær, loka og opna þeim ... Undir kvöld fór svo að rigna smá

Pétur Björgvin, 24.3.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband