Spaugstofan og þjóðsöngurinn

Mér brá óneitanlega þegar Spaugstofumenn sungu þjóðsöng okkar Íslendinga undir nýjum texta. Ekki að það pirraði  mig neitt. Ég er ekkert viðkvæm fyrir því að þjóðsöngurinn sé notaður til að gera grín að þjóðinni, rétt eins og mér finnst allt í lagi að gera grín að forseta, forsætisráðherra, þjóðtrúnni o.s.frv. En þó ég þekkti ekki lögin um þjóðsönginn (veit nú hver þau eru eftir að hafa lesið þessa frétt á visir.is) var ég nokkuð viss um að þetta ætti eftir að valda fjaðrafoki. Ég man enn vesenið eftir páskaþátt Spaugstofumanna fyrir allmörgum árum. Þetta getur varla verið talið mikið betra. Velti líka fyrir mér hver ábyrgð Sjónvarpsins er í þessu. 

Ég er nú að hálfvona að  ekkert verði frekar úr þessu því mér fannst nú atriðið bara fyndið. Það er mikið til í því sem þarna var sagt. Íslendingar virðast dá og dýrka fyrirtæki eins og Alcan. En á hinn bógin eru lögin til þess að fylgja þeim og annað hvort verður því að taka á þeim sem brjóta lögin eða breyta lögunum ef þau eru úrelt. Ég er sem sagt svolítið á báðum áttum.

Verð að segja að mér fannst líka fyndið atriðið um náungann sem var með verðbréfamarkaðinn á heilanum. Ekki að atriðið sem slíkt hafi veirð svo hrikalega fyndið heldur einmitt vegna þess að það lýsti í ýktri mynd því sem mér hefur einmitt fundist þegar ég hef komið heim síðustu tvö skipti eða svo. Allt í einu er fólk orðið heltekið af fjármálabraski og fjármálamönnum. Bankamenn eru orðnir nýjustu stórstjörnur Íslendinga (búnir að henda leikurum og tónlistarmönnum aftur fyrir sig) og sumir segja að þeir séu farnir að stjórna landinu.

En nú er ég komin út fyrir efnið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Gleymum ekki sögunni.  Höfundur texta þjóðsöngsins, Matthías Jochumsson, orti ljóð sem hann kallaði ,,Volaða land", þar sem hann rakkaði niður þjóðina og var full alvara.  Mér finnst bara allt í lagi að snúa út úr þjóðsöngnum, sem er í raun ekkert þjóðsöngur.  ,,Lofsöngur" heitir hann og er aðallega lofsöngur um guð, sem er í raun móðgun við þjóðina.  Það er varla minnst á Ísland í textanum...

Sigurjón, 25.3.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Innilega sammála þessari athugsemd Sigurjóns. Það eru sorgleg mistök sem ollu því að við sitjum uppi með þennan "þjóðsöng" í stað þess t.d. að hafa Ísland ögrum skorið sem þjóðsöng.

Valdimar Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband