Meira um þjóðsönginn

Ég hef verið að hugsa meira um þjóðsönginn okkar í dag, sérstaklega eftir að hafa lesið athugasemdir Sigurjóns Vilhjálmssonar og Valdimars Gunnarssonar við síðustu færslu mína. Sigurjón bendir þar á að þjóðsöngurinn okkar sé í raun ekkert um landið heldur aðallega lofssöngur um guð. Valdimar bætir við og segir það í raun misstök að þetta lag var valið sem þjóðsöngur okkar.

Ég verð að segja að ég veit óskaplega lítið um söguna í kringum þjóðsöng okkar og hafði ekki hugsað svo mikið út í þetta áður.

Mér finnst lagið ákaflega fallegt en það er augljóst að það missir marks sem eiginlegur þjóðsöngur því einungis brot þjóðarinnar getur sungið lagið. Aðrir lenda í því að komast ekki nógu hátt eða ekki nógu lágt. Og svo eru sumar nóturnar dregnar svo út að þeir sem náðu nótunni eiga það til að falla út af henni áður en henni lýkur. Það hlýtur að vera mikilvæg að fólk geti sungið þjóðsöng þolanlega. Alla vega svona venjulegt fólk (sumir eru  náttúrulega laglausir hvað sem tautar og raular). Ég verð svo mikið fyrir þessu hérna í Kanada. Á þorrablótum, sautjánda júní, þjóðræknisþinginu o.s.frv. eru þjóðsöngvar landanna sungnir og venjulega er röðin sú að fyrst er sunginn sá kanadíski, þá sá ameríski og að lokum á íslenski. Almennt gengur vel að syngja fyrstu tvö söngvana. Allir geta sungið með og lögin eru ekki sérlega erfið. Eina vandamálið er að kanadíski þjóðsöngurinn hefur mismunandi lokanótur þar sem annars vegar er endað uppi og hins vegar niðri. En sem sagt, þetta gengur almennt vel. Svo kemur að íslenska þjóðsöngnum, og þvílíkur hroði. Eingöngu Íslendingarnar (og örfáir Vestur-Íslendingar) gera tilraun til að syngja og jafnvel þótt í hópnum séu góðir söngmenn gengur þetta aldrei upp. Helmingurinn getur ekki sungið nógu hátt í "sem þúsund ár", "eitt eilífðar smáblóm" seinna "íslands þúsund ár", seinna "eitt eilífðar smáblóm" og hinn helmingurinn kemst ekki nógu  lang niður í  "fyrir þér er einn dagur" að minnsta kosti helminguri getur svo hvorki komist niður né upp. Ég svona hálfskammast mín í hvert skipti sem reynt er að syngja þjóðsönginn, því hversu sem fallegt lagið er þá er ekki gaman að hlusta á það illa sungið.

Ég verð hins vegar að vera ósammála Valdimar í  því að hafa Ísland ögrum skorið sem þjóðsöng. Mér finnst lagið bæði ljótt og leiðinlegt.  Nei, það er nú of sterklega til orða tekið. En mér finnst það ekki sérlega fallegt. Þar að auki virðist fólk alltaf fara út af laginu þegar það er sungið (nema þegar fagfólk syngur það). Miklu fallegra er "Land míns föður" en það er ekki auðvelt að syngja heldur. Margir hafa talað um að "Ísland er land þitt" ætti að vera þjóðsöngurinn okkar en....æi...ég held það væri ekki góð hugmynd. Kannski ætti ekki að velja lag sem þegar er til heldur hafa keppni um nýtt þjóðlag. En þegar eftir er á hyggja....þjóðin er nú ekki mjög góð að velja lög. Dæmi: Eurovision flest árin!!!

Kannski er best að hafa bara "Guð vors lands" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Stína, ég hef víst rétt fyrir mér!

Valdimar Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hvað segirðu um að "Stína mitt ljúfa ljós" verði þjóðsöngurinn okkar?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.3.2007 kl. 23:45

3 identicon

Mér thykir "Land míns födur" voda fallegt, er sammála thér um "Ísland er land thitt", thó thad sé ágætt til síns brúks, thykir mér thad alltof almúgalegt og ekki nógu hátídlegt.. svona persónulega kvedja, Helga Fanney

Helga Fanney Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband