Hlauparaunir
26.3.2007 | 06:41
Nú eru ekki nema um þrjár vikur í að ég þurfi að hlaupa tíu kílómetra í SunRun hlaupinu og ég er engan vegin tilbúin. Það hefur rignt svo mikið eftir jólin að ég hef ekki getað farið eins mikið út að hlaupa og ég vildiþ Það er vegna eþss að ekki er hægt að hlaupa í skóginum eða á ströndinni í rigningu og ég fæ verk í hnéin ef ég hleyp lengi á malbiki. Gallinn er að vinstra hnéð hefur verið að angra mig óvenju mikið að undanförnu, meira að segja þegar ég hleyp á mýkra undirlagi en malbikinu. Munurinn er tíminn. Á malbiki get ég hlaupið í um tuttugu mínútur áður en ég fæ verk í hnéin en í skóginum eða á ströndinni get ég hlaupið í sirka fjörutíu mínútur áður en það gerist. En þá fæ ég líka slæman verk, vanalega í vinstra hnéð. Gallinn er að ég þarf að geta hlaupið lengur en í fjörutíu mínútur til að komast tíu kílómetra. Þar að auki hef ég þol til að hlaupa lengur þannig að það er pirrandi að hnéin skuli vera að stoppa mig. Veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera. Ég hef reynt að labba lengur. Til dæmis hljóp ég í 46 mínútur í dag (sex mínútur með verk í hné) en gekk svo í nokkurn tíma eftir að hnéið stoppaði mig, sirka tuttugu mínútur. Þannig að ég fékk aukna hreyfingu. En ég veit ekki hvort þetta er leiðin til að byggja upp hnéð. Þegar veðrið skánar og við fáum alvöru vor þá mun ég labba meira og kannski get ég byggt hnéð upp þannig - með löngum göngum. En, æi, ég veit það ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.