Alvarlegar fréttir fyrir blaðamenn

Í fréttinni segir:  "Nefnd sem fer með menntamál, vísindi og menningarmál og segir að samkvæmt fjölmiðlalögum sé blaðamaður sá sem safnar upplýsingum, kryfur þær til mergjar og veitir upplýsingar í gegnum fjölmiðil samkvæmt samningi við hann, eða sá sem tilheyrir blaðamannafélagi."

Samkvæmt þessu eru margir blaðamenn í raun ekki blaðamenn því langt því frá allir kryfja fréttirnar til mergjar. Get ég þar tekið dæmi þá blaðamenn sem fyrst og fremst segja fréttir frá erlendum vettvangi. Margir þeirra hafa það fyrst og fremst að verki að safna saman mikilvægum fréttum úr erlendum fjölmiðlum og þýða yfir á íslensku. Þar er ekkert krufið. Þeir eru því ekki blaðamenn. Og svo eru það lélegir blaðamenn sem kannski safna upplýsingum og veita þeim í gegnum fjölmiðil en kryfja ekkert. Ekki blaðamenn.

Þetta gerir auðvitað ekki bloggara blaðamenn, og ætti heldur ekki að gera það (þótt stundum komi mikilvægar fréttir fyrst fram á bloggum), en þetta takmarkar þá sem venjulega eru kallaðir blaðamenn. Veit einhver hvort til er svipuð skilgreining um hvað telst blaðamaður á Íslandi?


mbl.is Bloggarar ekki blaðamenn að mati litháískrar þingnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Og ég sem er alltaf að blaða ... maður )-:

Pétur Björgvin, 27.3.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband