Dómsmál látins manns

í gær las ég frétt um lækni sem lést úr eyðni í fyrra. Þótt hann sé látinn hefur hann nú verið ákærður af fyrrverandi elskuhuga fyrir að hafa ekki látið elskhugann vita af því að hann var smitaður. Ákærandinn, Mark Carney, sagðist hafa sofið hjá hinum látna í að minnsta kosti tíu skipti á tveggja mánaða tímabili og engar getnaðarvarnir verið notaðar.

Það er ekkert nýtt í þessarri frétt, svona dæmi eru alltaf að koma upp. Nú fyrr í vetur var til dæmis verið að dæma í máli fótboltamanns sem svaf hjá fjölda kvenna án þess að segja þeim að hann væri smitaður. Það sem er merkilegt við þessa frétt, og sem er ástæða þess að ég skrifa um það hér, er að nafn hins látna læknis er Frank Sigurdson. Hann var sem sagt Vestur-Íslendingur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband