Sól og blíða á föstudaginn langa
6.4.2007 | 20:26
Á ensku kallast föstudagurinn langi 'Good Friday'. Hef aldrei skilið það. Veit ekki hvað er svona gott við þennan dag. Jesús var krossfestur! Myndi frekar segja að páskadagur ætti að vera 'Good Sunday' eða þá að uppstigningadagur ætti að heita 'Good eitthvað'.
Föstudagurinn langi er orðinn svo innbyggður í mig að ég finn fyrir því að það sé hátíðisdagur þótt vanalega séu allir dagar meira og minna eins hjá mér.
Af því ég er ekkert að kenna þessa önn og sit bara heima og vinn við ritgerðina mína renna dagarnir einhvern veginn út í eitt hjá mér. Ég þarf reyndar að halda þeim eitthvað aðgreindum því ég þarf vanalega að fara á einhverja fundi og einhverja fyrirlestra í hverri viku, auk þess að fara til hnykklæknis og á fótboltaæfinar. En samt er það svo að laugardagar og sunnudagar eru orðnir eins og hverjir aðrir dagar. En í morgun vaknaði ég með þessa tilfinningu að það væri helgidagur. Svo ég svaf til hálfníu til að halda upp á það. En samt finnst mér að ég megi ekki fara með þennan dag sem hátíðisdag svo ég hef verið að vinna og ætla að reyna að ná nokkrum klukkutímum við ritgerðina. Er búin að ná um einum og hálfum tíma í morgun og stefni á að vinna nokkra tíma í viðbót.
En það er svolítið því veðrið er dásamlegt (yfir tuttugu stiga hiti og sól) og ég veit það á ekki að endast. Þannig að mér finnst ég eiginlega verða að nýta þetta veður. Eftir umhugsun hef ég fundið lausnina. Taka með mér greinar og skrifbók, labba niður á strönd, finna autt borð og sitja þar og læra. Þannig get ég unnið en á sama tíma notið veðursins og meira að segja horft svolítið á fólk og hunda. Nú ætla ég að klæða mig í eitthvað sumarlegt (klukkan er hálftvö og ég er nýkomin úr náttfötunum) og labba niðureftir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.