Á leið til Ottawa

Á morgun fer ég til Ottawa. Það er alveg ótrúlegt að það skuli aðeins vera vika síðan ég var beðin um að koma til Ottawa að kenna íslensku. Svona gerast hlutirnir stundum hratt. Þannig var það næstum því þegar ég flutti til Kanada. Ég fékk að vita í byrjun ágúst að ég hefði fengið starfið og fyrsta september var ég í Winnipeg. Marion vinkona mín kom í gær og hjálpaði mér að pakka. Mér finnst það eitt það leiðinlegasta sem ég geri. Hún var mjög hörð við mig og bannaði  mér að taka nokkuð sem ég gæti ekki notað alla vega við þrennt annað. Hún náði að koma öllu í fremur litla ferðatösku og eina flugfreyjutösku af minnstu gerð. Ég mun aldrei komast með þetta allt til baka nema hún komi til Ottawa að pakka fyrir mig. Annars á ég ábyggilega eftir að kaupa eitthvað þar þannig að ég er algjörlega ristuð, eins og sagt her hér vestra. En þá verð ég bara að senda eitthvað með rútu. Það er órúlega ódýrt. Eða að borga yfirvigt! Línuskautarnir taka mikið pláss.

En sem sagt, næst þegar ég sendi póst verð ég í höfuðborg Kanada.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband