Hokkí hokkí alls staðar

Næstu vikurnar munu Vancouver búar anda að sér hokkíi. Það verður varla rætt um annað. Í kvöld var fyrsti leikurinn í sextán liða útslitum NHL keppninnar. Ekki er um einfalda úrsláttakeppni að ræða heldur vinnur liðið sem fyrr vinnur fjóra leiki. Vancouver spilaði í kvöld fyrsta leikinn við Dallas Star liðið frá Texas. Staðan var 4-4 að loknum venjulegum leiktíma og úrlit réðust ekki fyrr en í fjórðu framlengingu. Það var Henrik Sedin sem skoraði fimmta markið -  sigurmarkið - fyrir Vancouver. Þetta þýðir að sala á Vancouver Canucks hokkískyrtum mun aukast gífurlega á morgun.

Ottawa Senators sigraði einnig í sinnu viðureign í kvöld, 6-3. Man ekki við hverja þeir léku. Eitt af péunum held ég. Pittsburg, Philadelphia, eitthvað svoleiðis. 

Tveir kanadískir hermenn létust í Afganistan í dag. Tala látinna Kanadamanna í Afganistan er þá komin upp í 53. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband