Búin að hlaupa 10 kílómetrana

Ég er komin heim úr hlaupinu og stóð mig bara vel að mínu mati. Ég hafði upphaflega skráð mig í flokkinn sem áætlaði að klára hlaupið á 60-65 mínútum en var orðin sannfærð um að ég myndi aldei ná því vegna þess að ég væri búin að hlaupa allt of lítið upp á síðkastið. En einhvern veginn hafði ég nóga orku og hjóp þetta á sirka 60 mínútum. Það er um þremur mínútum betur en í hitt skiptið sem ég hef hlaupið tíu kílómetra (sem var fyrir fjórum árum í Winnipeg). Ég var því bara ánægð. Það eina sem skyggði á gleðina var það að ég hefði getað verið undir klukkutímanum ef ég hefði átt auðveldara með síðustu tvo kílómetra. Gallinn var að eftir um átta kílómetra urðum við að hlaupa yfir Cambie brúna og þar var geysilega erfitt að komast áfram. Fjöldi manns labbaði upp og fór ekkert eftir reglunum um að ganga hægra megin og hlaupa vinstra megin. Ég var því að sviga í gegnum liðið og einu sinni átti ég erfitt með að komast í gegnum þvöguna því einhverjir kallar gengu hlið við hlið og mynduðu hálfgerða línu sem ég komst ekki í gegnum. Þetta var svolítið pirrandi því ég vissi að stutt var í lokin og ég átti töluvert eftir að orku. 

Þetta var annars alveg ótrúlegt. Rúmleg 54.100 manns tóku þátt í hlaupinu og það tók vel yfir klukkutíma að byrja. Ég byrjaði um miðjan hóp og fyrstu hlauparar voru þegar komnir í mark áður en ég lagði af stað. Það var líka kalt og biðin leiðinleg. En um leið og ég komst yfir ráðslínu fékk ég orku sem ég vissi ekki af og það hjálpaði mikið. Eftir um sjö kílómetra var ég orðin nokkuð þreytt og ákvað að labba aðeins þegar ég sæi átta kílómetra merkið en ég sá það aldrei og fór hvort eð er að hugsa um eitthvað annað þannig að ég hljóp meira og minna alla leiðina. Ég labbaði smá hluta í brekkunni upp að Burrard brúnni og einnig við vatnsstöðvar því ég vildi drekka nóg, en að öðru leyti hljóp ég allan tímann. Og ég hljóp meira að segja mun hraðar en ég geri þegar ég er að dóla mér sjálf í skóginum. En það er auðvitað eðliegt og á við alla. 

Á morgun fæ ég að vita nákvæmlega tímann minn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Gurrí.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Auður. Þýðir þetta að Senatorarnir hafi unnið í dag? Ef svo, gott! Ég er að horfa á Canucks leikinn. Það er ennþá 0-0.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.4.2007 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband