Sigur í kvöld

Það dugði að vera í peysunni. Canucks unnu þriðja leikinn 2-1 og staðan í keppninni er því sú sama, 2-1 fyrir Canucks. Næsti leikur er væntanlega á þriðjudaginn í Dallas. Ottawa er einnig 2-1 yfir gegn Pittsburg en einhverra hluta vegna fylgist ég ekki eins með því hvernig Calgary gengur. Staðan var 1-1 eftir fyrstu tvo leikina en ég veit ekki hvernig þriðji leikurinn fór. Þeir hafa hingað til verið öfugir miðað við Canucks og Senators (unnið þegar þeir tapa og svo öfugt) þannig að eftir því ættu þeir að vera 1-2 undir!

Leikurinn í kvöld var æsispennandi og úrslit réðist ekki fyrr en í fjórðu lotu. Mér fannst Dallas Star spila betur lengst af en Canucks komu sterkir inn um miðja þriðju lotu og börðust þá eins og ljón enda voru þeir búnir að vera einu marki undir lengst af. Þeir slökuðu ekki á eftir að þeir jöfnuðu og uppskáru því sigur þegar 7:47 mínútur voru liðnar af framlengingunni. Bráðabani er ansi skemmtilegur. Í raun mun meira spennandi en fyrirfram ákveðin framlenging. Ætti að taka hann upp í fótbolta.

Það var Taylor Pyatt sem skoraði sigurmarkið og var það hans fyrsta mark í úrslitakeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband