Áframhaldandi hokkíhugleiðingar
21.4.2007 | 00:50
í gær sleppti ég píanótónleikum Víkings vegna þess að þeir voru á sama tíma og fimmti leikurinn í Canucks-Stars einvíginu. Ef Canucks hefðu unnið þá hefðu þeir unnið seríuna. En leikurinn fór 1-0 fyrir Stjörnunum í framlengingu og serían heldur því áfram. Staðan í heildina er nú 3-2 fyrir Vancouver og þeir hafa því annað tækifæri á morgun til þess að vinna. Ég, Marion og Ryan höfum talað um að fara niður í bæ á einhvern bar og horfa þar á leikinn með öðru fólki. Það gæti verið skemmtilegt. Ég hef komist að því að ég á engan uppáhalds leikmann. Sem Skandinavi er ég auðvitað stolt af Svíunum, Markus Naslund, Henrik Sedin og Daniel Sedin, en það eru margir góðir leikmenn í liðinu. Í staðinn held ég upp á þjálfarann, Alain Vigneault. Kannski er það vegna þess að hann er frá Gatineau, þar sem Martin býr og þar sem ég eyddi megninu af sumrinu í fyrra...kannski er það vegna þess að hann er svoítið bangsalegur (grennri útgáfa af Erni Árnasyni)...eða bara vegna þess að hann er besti þjálfari sem Vancouver hefur átt! Set hér inn myndband með honum, svona rétt til að sjá hvort mér tekst það.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.