Skunkafjandi

Einhvern tímann síðastliðna nótt dreymdi mig að hræðileg fýla fyllti loftið og ég reyndi að komast burt án árangurs.

skunkar
Ég vaknaði loks og uppgötvaði þá að lyktin kom inn í drauma mína vegna þess að ég fann hana í alvörunni. Þetta var lykt af skunki. Ég veit ekki hvort hann var eitthvað að hanga fyrir utan svefnherbergisgluggann minn eða hvort hann spreyjaði eitthvað fyrir utan en mikið var lyktin hræðileg. Ég stakk höfðinu undir sængina og reyndi að sofna aftur enda klukkan ekki orðin sex, en það dugði ekki til. Mundi loks að ég átti Vicks krem...svona sem maður ber á brjóstkassann þegar maður hefur kvef. Ég bar þetta á andlitið á mér, fyrir neðan nasaholurnar og eftir það fann ég enga aðra lykt. Ég náði sem sagt að snúa á skunkinn og sofna.

Mikið eru þetta annars leiðinlegar skepnur. Ég held ég hafi sagt það áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ég fann lykt af skunki í Boston.  Ég var svo hamingjusöm að finna þessa lykt sem mig hafði alltaf langað að vita hvernig væri.  En það er nóg að finna hana einu sinni. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 22.4.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband