Spennó

Skemmtilegar fréttir. Við skulum vona að úrslitin í deildinni ráðist ekki fyrr en í síðasta leik þannig að allir sitji límdir í sætum sínum og engist af spennu. Svona eins og þegar Arsenal varð að vinna Liverpool með tveggja marka mun...hva...1989? Ég veit að Manchester og Chelsea spila ekki hvort gegn öðru í síðasta leik þannig að við fáum ekki slíka endurtekningu, en mikilvægt er að síðasti leikur hvors liðs ráði úrslitum. Og skemmtilegast væri ef Arsenal og Liverpool háðu svipaða keppni um þriðja sæti. Þá loks væri deildin aftur orðin virkilega spennandi.

Í kvöld verður leikinn sjötti leikur í viðureign Vancouver Canucks og Dallas Star og annan leikinn í röð eiga Cancuks möguleika á að gera út um seríuna. Ég ætla að fara á einhvern pöbb með öðru fólki og horfa á leikinn þar. Vonandi förum við ánægð heim. 


mbl.is Ferguson: Hleyptum Chelsea inní baráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband