Stjörnurnar unnu og sjöundi leikurinn staðreynd

Leikur númer sex tapaðist og nú er staðan í seríunni 3-3. Sjöundi leikurinn fer fram á morgun hér í Vancouver og sigurvegari leiksins kemst áfram í næstu umferð og spilar þar við Anaheim Mighty Ducks. Anaheim er talið besta liðið í deildinni í dag og eins og Canucks spiluðu í gær þá eiga þeir ekki séns í Anaheim. Það væri samt gaman ef þeir ynnu á morgun og við fengjum alla vega fjóra leiki í viðbót. Það er hins vegar ljóst að til þess að það gerist þá verða þeir að fara að spila betur. Þeir hafa ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum og eitt helsta vandamálið er að vönu  mennirnir, Trevor Linden, Markus Naslund og Sedin-bræðurnir, hafa ekki staðið sig. Sameiginlega hafa þeir fengið eitt stig síðan í fyrsta leiknum. 

Það var þungt andrúmsloft á Nevermind veitingastaðnum í gær þar sem ég sat ásamt fjölda Vancouverbúa og fylgdist með leiknum í sjónvarpinu. Ekkert virtist ganga og kanúkarnir héldu þeim upptekna hætti að láta reka sig allt of oft af velli. Í viðtalinu við Vigneault þjálfara eftir leikinn mátti loks sjá að honum var brugðið. Hann hefur alltaf verið svo léttur í skapi eftir leiki, jafnvel tapleiki, en nú var honum ekki skemmt. Hann sagði þunglega að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum og það voru Stjörnurnar.

Málið er að eftir tvo tapleikii í röð er þetta farið að fara í skapið á liðinu, eins og sjá mátti á vellinum, og Vigneault verður að finna leið til þess að telja þeim trú um að þeir geti þetta. Ekkert nema 100% leikur dugar á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband