Útlitið er svart

Það lítur ekki vel út eftir fyrsta hluta sjöunda leiks í hokkíinu. Dallas hafa skorað og það hefur verið nær undantekningarlaust í þessari útsláttarkeppni að liðið sem skorar fyrst vinnur leikinn (5 af 6 leikjum hingað til). Það góða er að Vancouver hefur spilað mun betur í þessum fyrsta hluta en þeir gerðu í síðasta leik þannig að enn er von. Mikið rosalega er þetta samt stressandi. Ég er algjörlega á tauginni—svona eins og þegar ég horfi á íslenska landsliðið í handbolta. Þetta er stórhættulegur andskoti.

Og ég sem sleppti fótboltaæfingu svo ég gæti horft.

Verst er að þeir eru að spila í gamla búningnum sínum. Mér finnst hann miklu ljótari en sá nýju en hefur víst tilfinningagildi fyrir suma.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband