Yeeeeeeeesssssssssss!!!!!!!!
24.4.2007 | 04:20
Við unnum, við unnum!!! Lokastaðan varð 4-1 þar sem pökkurinn fór tvisvar sinnum í Stjörnunetið á síðustu tveimur mínútunum. Stjörnurnar höfðu tekið markmanninn sinn út í von um að jafna leikinn en það gekk ekki eftir, Vancouver náði pökknum í tvígang og skoraði í tómt netið. Lokastaða í seríunni er því 4-3 fyrir Vancouver sem á miðvikudaginn mun spila gegn Anaheim Might Ducks.
Ég hef tvær ástæður fyrir því að vilja sigur í þeirri seríu. Annars vegar vegna þess að ég vil auðvitað að mitt lið vinni. Hin ástæða þess er sú að Íslendingar eiga harma að hafna gegn öndunum. Munið þið ekki eftir barnamyndininn Might Ducks sem sýnd var einhvern tímann í upphafi tíunda áratugarins. Þetta var krakka lið sem byrjaði með eintóma aumingja sem síðar urðu besta barnalið í heimi og unnu þar í lokakeppninni enga aðra en Íslendinga sem áður höfðu verið taldir bestir í heimi. Ég held að María Ellingsen hafi leikið íslenska konu í myndinniog hét nafni sem alls ekki var Íslenskt. Sem sagt, eftir viinsældir þeirra mynda var liðið Anaheim Mighty Ducks stofnað og hefur nú orðið eitt besta liðið í NHL deildinni. Það verður því erfitt að vinna þá, sérstaklega vegna þess að kanúkarnir fá aðeins eins dags hvíld (sem þeir þurfa að nota til þess að fljúga niður til Anaheim) en Anaheim fékk fimm daga hvíld þar sem þeir slógu Minnesota Wilds út í fimm leikjum. En hver veit, með Luongo í marki getur allt gerst.
Það athyglisverðasta er að eftir síðasta leik var Alain Vigneault eins reiður og nokkur hefur séð hann og skammaðist hann fyrst og fremst yfir því að bestu leikmennirnir sínir virtust ekkert leggja sig fram. Þar átti hann við Linden, Naslund og Sedin bræðurnar. Mörgum fannst han full harður við þá en taktíkin virðist hafa dugað. Í síðustu leikjum fengju þessir fjórir aðeins eitt stig sameiginlega en í þessum leik skoraði Henrik eftir sendingu frá bróður sínum og Linden skoraði svo hið eiginlega sigurmark. Sem sagt, þrjú stig þar. Ég hef fulla trú á því að Vigneault viti hvað hann er að gera. Hann er harður þjálfari sem lætur engan komast upp með neitt. Hann er ekkert hræddur við að taka bestu leikmennina sína út af ef þeir standa sig ekki, ólíkt fyrirrennara hans sem notaði alltaf sömu leikmennina, hvernig sem þeir léku. Vigneault lætur þá ekki komast upp með leti eða múður og ræðan gegn fjórmenningunum var greinilega hluti af áætlun hans. Það dugði og ekki aðeins þessir fjórir spiluðu betur en þeir hafa gert alla vikuna, heldur á það við um alla leikmennina. Sigur uppskorinn og þegar Vigneault leit til himna eftir sigurmarkið var hann ábyggilega að þakka guði aðstoðina.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.