Jafnt í seríunni

Eftir hrikalegt tap (5-1) á miðvikudaginn afskráðu flestir Vancouver í annarri umferð úrslitakeppninnar í hokkí. Anaheim endurnar eru stærri, sterkari, hraðari, leiknari og grimmari. Sumer héldu meira að segja að Anaheim þyrfti aðeins fjóra leiki til þess að ná að sigra fjórum sinnum. Ekki bætti það úr skák að fjórir leikmenn Vancouver voru meiddir. Tveir framherjar voru sóttir frá Manitoba Moose, varaliði Vancouver, til að koma í stað framherjanna tveggja sem meiddust í fyrsta leiknum gegn Dallas, en enginn kom í stað varnarmannana tveggja sem meiddust í sjöunda leik þeirrar seríu. Vancouver hafði því aðeins sex varnarmenn, tvær línur, og ekkert mátti því út af bera. Eftir stórtapið á miðvikudaginn sagði Vigneault þó að tapið hefði ekkert með þessi meiðsli að gera því þeir hefðu góða menn sem kæmu í manns stað og nú hefðu ungu strákarnir tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Margir þjálfarar hefðu notað tækifærið til að afsaka tapið. En Vigneault hugsar ekki þannig. Og hann hafði rétt fyrir sér. Í kvöld notaði hann unga stráka sem ekki hafa fengið að spila mikið, og þeir stóðu sig frábærlega og staðan að venjulegum leiktíma loknum var 1-1. Það vildi svo skemmtilega til að fyrirliðinn og Svíinn Markus Naslund skoraði fyrsta markið en hann hefur ekki skorað í þessarri úrslitakeppni til þessa. Leikurinn fór í tvær framlengingar en Cowan náði loks að skjóta pökknum í gegnum ótrúlega þrönga smugu inn í markið og lokatölur 2-1 Vancouver.

Mikið hefur annars verið spáð í það hvað herjar að Sammy Salo og Kevin Bieksa sem meiddust á mánudaginn. Báðir segjast vera með flensu en þeir hafa setið innan um hina leikmennina og borðað með þeim þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað annað að. Á blaðamannafundinum eftir leikinn grínaðist Vigneault með þetta þegar hann var spurður út í hvað amaði að Willy Mitchell, sem fór meiddur af velli í leiknum í kvöld. Í staðinn fyrir að segja að hann hefði snögglega fengið flensu sagði Vigneault að annar skautinn hans hefði bilað og svo hló hann. Þegar blaðamenn vildu fá nánari skýringu á þessu sagði hann að Willy hefði "flu-like-skate-syndrom". Sem þýðir: Það gagnar ekkert að spyrja.

Á sunnudaginn færist serían til Vancouver þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Það gagnast Vancouver reyndar ekkert betur en að spila á útivelli því gegn Dallas unnu þeir jafnmara leiki heima og að heiman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband