Um Evróvisjón

Ég er búin að vera í letikasti í dag og hef setið við tölvuna og horft á íslenska sjónvarpið. Núna var ég að ljúka við að horfa á Eurovision þáttinn þar sem Eiríkur og hinir sitja og gefa lögunum í undankeppninni stig. Ég hafði ekki heyrt neitt af Eurovison lögunum áður og það sem var ánægjulegast við þennan þátt var hversu margir hafa yfirgefið þessa leiðinlegu Eurovison formúlu og eru farnir að senda almennileg lög. Mér fannst til dæmis lagið frá Ungverjalandi alveg magnað og vona að  það eigi eftir að ná langt. Lagið frá Andorru var líka mjög skemmtilegt og jafnast alveg á við lögin frá Sum42 og slíkum hljómsveitum sem eru vinsælar hér vestra. Aðalatriðið er að þó þessi lög séu kannski formúlulög þegar borin saman við þá tegund tónlistar sem þau tilheyra, þá er þetta ekki Eurovison formúlan lengur. Og það er mjög mikilvægt. Ég held annars að eitt stærsta skrefið sem stigið var í  þá átt að breyta keppninni hafi einmitt veirð þegar Páll Óskar fór út og nuddaði sig fyrir framan Evrópu. Ömurlegt lag en breytti miklu fyrir þá keppendur sem komu árin þar á eftir.

Ég vildi að ég gæti séð þetta í sjónvarpinu. Ekki það að gæði Eurovision séu svo mikil heldur vegna þess að það er ákveðin menning (eða ómenning) fólgin í keppninni og mér finnst ég svolítið utanveltu að eiga þess ekki kost að horfa. Kannski verður þetta eins og heimsmeistaramótið í handbolta; hægt að  horfa á netinu ef maður borgar fyrir það. En það gekk nú ekki fyrir mig með handboltann því ég fékk skilaboð um að ég væri ekki  með réttu græjurnar. Virðist sem útsendingin hafi ekki verið gerð aðgengileg fyrir makkafólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært að þessir þættir séu aðgengilegir á Netinu! Held að þú ættir að geta horft á keppnina einhvers staðar frá. Þú getur prófað að spyrja Dodda minn, Þorstein, bloggvin sem er, minnir mig, neðst á bloggvinalistanum mínum. Hann er sérfræðingur í Evróvisjón!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:47

2 identicon

Sæl Kristín. Kveðjum frá þér verður skilað til Akureyrarbæjar

(er náttúrlega enn í sjokki yfir því að ég sé neðstur á bloggvinalista Gurríjar ... ég veit ekki hvort ég jafna mig!)

En mér sýnist á öllu að AuðurA hafi svarað því sem ég hefði svarað þér ... ég sé ekkert staðfest en það er einhver svona "mediacenter" sem sýnir frá viðburðum frá keppninni á netinu. Svo er það já spurning um ruv.is. Kannski virka ég ekki sem mikill fræðingur um keppnina, en ég lofa þér því að ef ég fæ staðfestingu einhvers staðar frá um beina útsendingu á keppninni á netinu ... þá læt ég þig vita.

Bestu kveðjur frá Akureyri,
              Doddi

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 03:09

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk öll þrjú. Og Doddi, þér til upplýsingar þá ertu ekki neðstur hjá Gurrí. Veit ekkiaf hverju hún hélt það. Ég fann þig frekar ofarlega á listanum hjá henni. Þú varst sem betur fer eini Doddinn hjá henni.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2007 kl. 03:20

4 identicon

Já, ég sá að staða mín á bloggvinalista Gurríjar er ásættanleg - ég þarf því ekki að múta henni En nýir bloggvinir lenda neðst hjá mér og svo reyni ég að hífa þá upp sem ég tala eitthvað við ... þú skýst mjög ofarlega hjá mér strax ... - svo er spurning hvort maður eigi að nota stafrófsröðun ?

Mín var annars ánægjan - ég elska að Eurovision-ast ... - bestu kveðjur aftur frá Akureyri, og góða nótt ... það er kominn smá hátta tími hjá mér.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband