Útskriftarbúningurinn
29.4.2007 | 07:33
Ég útskrifaðist tvisvar sinnum frá Háskóla Íslands; fyrst með BA próf og síðar með MA próf. Í bæði skiptin lét ég mig hafa það að fara að útskriftinni og í bæði skiptin var það býsna löng og leiðinleg athöfn. (Þegar ég fékk próf frá Kennó var ég ekki á landiny og þurfti því ekki að sitja undir ræðum.) Það sem mér fannst alltaf vanta var samt einhvers konar klæðnaður eða einkenni, svona eins og stúdentshúfan er, eða kyrtlarnir sem Ameríkanirnir klæðast.
Þegar ég skráði mig í framhaldsnám fannst mér það því heilmikill bónus að þegar ég loksins lyki námi og fengi gráðuna mína þá fengi ég líka að klæðast almennilegum svörtum kyrtli. Það var mér því mikið sjokk þegar ég uppgötvaði að doktorar klæðast ekki sömu fötum og þeir sem hljóta aðrar gráður. Í staðinn fær maður litskrúðugan kyrtil og húfu aftan úr miðöldum. Og til að gera vont verra þá hefur hver skóli um sig sérstaka liti og UBC þarf auðvitað að hafa einhvers konar sambland af rauðu og bláu. Alveg ótrúlega ljót samsetning. Sjáið bara myndina hér á síðunni sem tekin er af heimasíðu UBC. Þessu mun ég þurfa að klæðast. Og ég sem var farin að hlakka til að fá fína mynd af mér við útskriftina. Tek það fram að sú athöfn er ekki í nánd. Ég vonast eftir að útskrifast að ári liðnu.
Athugasemdir
Mig grunar nu ad thu hafir valid skolann ut fra utskriftardragtinni, er hun ekki i Arsenal-litunum?
Rut (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.