Skriftarþreyta

Kann einhver góð ráð um það hvernig maður á að koma sér að verki þegar þreyta og leiðindi setjast að manni? Ég er að reyna að skrifa doktorsritgerðina mína og er núna búin að vera að skrifa í um fjóra mánuði. Stundum skrifa ég mikið og stundum skrifa ég lítið. Þessa dagana veit ég ekkert hvernig ég á að halda mér að verki. Kannski er þetta skriftarstífla og kannski er ég bara þreytt á verkinu . En ég þarf að finna leið til að koma mér að verki aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Doktorspróf er próf í þrjósku   Ekki gefast upp.  Þetta á að vera svona erfitt.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Kannski þarftu samt að ætla þér tíma til að líta upp frá tölvunni. Láttu eftir þér að vera löt stundum - á laugardegi. Ekki hafa alltaf samviskubit þegar þú gerir eitthvað annað, þetta er vinna en hlýtur að eiga að vera skemmtileg. Þetta er líka áhugamál, ekki satt?

Ég er náttúrlega ekki enn komin með master ...

Berglind Steinsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega stelpur. Það er gott að fá hvatningarorð.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Eni ég minni á að í dag er frídagur - baráttudagur verkalýðsins - haltu aðeins upp á hann.

Valdimar Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 11:13

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég tek undir orð Valdimars, og minni líka á að hvíld er vanmetin. Stína mín, þú ert Íslendingur og það er landlægur andskoti hjá okkur að vera alltaf að, hafa samviskubit ella.

Vonandi ertu núna úti að leika þér í tilefni dagsins (nema þú sofir, ég er illa að mér í tímamismuninum).

Berglind Steinsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:24

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta Valdimar. Það er rétt, maður á að halda upp á verkalýðsdaginn. Það hef ég alltaf gert.  Og Berglind, það er alveg rétt hjá þér þetta með að vera alltaf að. Við Íslendingur erum ekki ánægðir nema við séum á fullu. Ég er líka þannig. Fæ samviskubit ef ég fæ letiskast. Og þegar þú sendir inn athugasemdina var ég vöknuð, en ekki að leika mér heldur að ljósrita fréttablaðið sem ég ritstýri. Tímamismunurinn er átta tímar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband