Undarlegur skurður

Í gær eða fyrradag tók ég eftir því að ég er með nokkurra sentimetra langan skurð á vinstra hnéinu innanverðu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég fékk hann. Mér dettur helst í hug að ég hafi rekið mig í þegar ég var að klifra síðast. Í kvöld skildi ég ekkert í að önnur buxnaskálmin virtist blaut. Ég athugaði málið og í ljós kom að þetta var blóð. Einhvern veginn hafði ég rifið ofan af skurðinum og það fór að blæða svona. Ég bara skil ekkert í þessu. Hvaðan kom þessi skurður, hvernig reif ég ofan af honum og af hverju virðist ég aldrei átta mig þegar ég ræðst á hnéið á mér? Ég held ég sé að verða klikkuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég heyri orðið "skurður" þá hugsa ég með mér "eitthvað djúpt" ... og þetta virkar ansi djúpt hjá þér fyrst þú fannst fyrir bleytunni. Það skrítna er að þú skulir ekki muna eftir skurð-gerðinni ... (for the lack of a better word) ...

má ég mæla með því að þú fjárfestir í míkrómyndavélum sem þú festir á rétt fyrir ofan bæði hné og takir reglulega myndir ...? Ærin fyrirhöfn en gæti leitt eitthvað í ljós, hmm?

Nei nei, smá grín, en vonandi hættirðu að ráðast á sjálfa þig og lúskra á hnénu ... ég veit ekki hvort það er við hæfi en ég sendi alltént koss-á-bágtið héðan frá Akureyri:

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Doddi. Það er einmitt svona 'spy store' hér í Vancouver þannig að það ætti að vera lítið mál að redda svona míkrómyndavél. Og koss á bágtið er að sjálfsögðu alltaf vel þeginn. Finn bara hvernig þetta greri. 

Annars er kannski ekki alveg rétt að kalla þetta skurð — o þó. Mér finnst þetta dýpra en rispa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.5.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband