12. maí
6.5.2007 | 19:56
Er það rétt skilið hjá mér að bæði Alþingiskosingarnar og Eurovision séu á laugardaginn? Ef það er rétt, og ef Ísland kemst í lokakeppnina, hvernig ætlar sjónvarpið að höndla það? Koma með fyrstu tölur inn á milli laga í Eurovision?
Sama dag verða tónleikar með Taylor Hicks í Seattle. Mig langar ógurlega að fara enda finnst mér Taylor æðislegur (já já, ekkert að koma meða aulaathugasemdir á smekk minn). Ég hef varla efni á að fara enda þarf fleira að koma til en kostnaðurinn við að fara á tónleikana sjálfa, sem eru ekki nema um 30-50 dollarar, eftir því hvar maður kaupir miða. Er búin að vera á netinu að reikna út allt saman:
Leið 1: Seattleferð með rútu
Fara með rútu niðureftir: $50
Mótelherbergi: $90
Tónleikar (ódýrasti miði): $30
Samanlagt: $170 US
+Get sofið að tónleikum loknum
+get tekið síðustu rútu heim og þar af leiðandi notið dagsins í Seattle.
-dýrt
Leið 2: Seattleferð með bílaleigubíl og keyra heim eftir tónleika
Leigjabíl og keyra heim eftir tónleika: ca $100 (með tryggingu og bensíni)
Tónleikar: $30
Samanlagt: $130 US
+Ódýrara en kostur 1
+Get farið strax klukkan níu og því randað um Seattle fyrir tónleikana
-hætta á að sofna á leiðinni heim, eða lenda í vandræðum með að fara yfir landamærin að nóttu til.
Leið 3: Fara á tónleikana í Portland í staðinn og gista hjá frænku minni
Lestarmiði: $90
Tónleikar: $40
Samanlagt: $130 US
+ókeypis gisting hjá skyldmönnum
+Get heimsótt skyldmenni og jafnvel slappað af í Oregon í nokkra daga
-Ferðin hvora leið (sem inniheldur rútu til Seattle og svo lest til Portland) tekur hátt í átta klukkutíma
-Myndi stoppa nokkra daga og þar af leiðandi ekki vinna svo mikið á meðan.
-Myndi missa af alla vega einum tíma í rökfræði og hugsanlega einum fótboltaleik.
Leið 3: Sleppa þessu öllu og horfa bara á Eurovision og kosningasjónvarp á netinu
+Enginn kostnaður
-Ekki eins skemmtilegt.
Ég veit ekki hvað ég á að gera.
Athugasemdir
Ég mæli með leið 3 ... Eurovision og kosningasjónvarp = FUN FUN FUN!!!
Og ef þú vilt stuð beint í æð ... hringdu þá bara í einhvern Íslending sem þú þekkir og fáðu tilfinninguna í beinni ...
Og já ... fyrstu tölur úr kosningunum eru áætlaðar um 22:30 ... þá verður keppnin væntanlega búin ... en Páll er búinn að lofa að ekki muni RÚV tefja birtinguna eða sækjast eftir því ef keppnin dregst á langinn ... þetta verður knappt en gaman ... !
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:49
Sú saga gengur hér heima að fyrstu tölum verði frestað fyrir RÚV til að þjóna Júróvisjónþörfum landsmanna.
Már Högnason (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 08:23
Haha. Svo Eurovision er mikilvægara en kosningar! Annars skiptir auðvitað ekki öllu hvenær fyrstu tölur koma. Þær verða fyrstu tölur hvort sem beðið er með þær í klukkutíma eða ekki. Það heldur þá bara pólitíkusunum í spennu heldur lengur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.5.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.