Bölvaðir vildarpunktar aldrei nóg

Áðan fékk ég bréf frá Vildarklúbbi Flugleiða þar sem Vörðufélögum voru boðnar ótrúlega ódýrar ferðir á punktum. Þar á meðal var flug til Halifax og til baka fyrir 25.000 punkta. Svo vill til að ég er Vörðufélagi og ég á 33.000 punkta inni svo þetta leit auðvitað frábærlega út. Fyrr í dag sá ég einmitt tilboð á flugi frá Vancouver til Halifax á innan við $200, sennilega nær $350 með sköttum og slíku. Ég sá því í hendi mér að ég gæti hugsanlega farið heim til Íslands í sumar fyrir kannski tuttugu þúsund krónur. En neiiiiii, auðvitað ekki. Fram var tekið að brottfararstaður yrði að vera Ísland. Það er sem sagt hægt að fljúga frá Íslandi til Halifax og til baka en ekki hina leiðina. Mér finnst þetta ógeðslega skítt. Ég er alveg jafn feit í sætinu ef ég byrja í Kanada eins og ef ég byrja á Íslandi. Hvaða andsk. máli skiptir þetta eiginlega? Mér finnst svona algjör della. En af því að ég var full vonar þá athugaði ég hvort eitthvert annað tilboð kæmi til greina en sá að ég þarf að eiga 50.000 punkta til að komast heim. Á þá ekki. Hugsið ykkur. Ég er búin að búa erlendis í átta ár, hef alltaf nema einu sinni flogið heim með Icelandair (og þegar ég gerði það ekki flaug ég með Air Canada til London og svo með Icelandair frá London til Íslands) og ég á enn ekki nema rúmlega fyrir hálfu fari. Og þó fór ég oftar heim þegar ég var í Manitoba á þolanlegum launum. Um áramót munu 6000 punktar fyrnast sem bendir til þess að ég muni aldrei geta átt fyrir ókeypis flugi . Annars var ég svo heppin að finna ódýrt flug um jólin (ja, þolanlega, allt í allt þurfti ég að borga um 50.000 til að fara heim) svo ég þarf auðvitað ekki að fara aftur. Það er bara svo leiðinlegt þegar maður fær svona tilboð og fyllist vonar, og kemst svo af því að ég á ekki sama rétt og aðrir Íslendingar, þótt ég borgi alveg jafnmikið fyrir vísakortið mitt og aðrir og borgi jafnhá þjónustugjöld fyrir Vörðuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín.

Það er hægt að kaupa gjafabréf fyrir punkta. Ég gerði það fyrir punktana sem hefðu fyrnst hjá mér um síðustu áramót, svo er bara að sjá til hvort ég get nýtt mér gjafabréfið eða hvort ég gef einhverjum öðrum þá.

Kveðja, Kristbjörg

Kristbjörg (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Ég athuga það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband