455 Wilbrod
30.6.2006 | 01:35
Í kvöld flutti ég mig um set. Yfirgaf 360 Templeton og fór yfir á 455 Wilbrod, sem er í sama hverfi. Þetta er risastórt rautt múrsteinshús frá því um 1890. Ég er með herbergi í risi, sem hér er þriðja hæð. Hér uppi er lítið eldhús og baðherbergi og auka klósett. Herbergin eru þrjú en við erum bara tvær hérna þannig að ég þarf bara að deila þessu með einni. Sem er auðvitað súperfínt. Það var svolítið rykugt hér en ég hef svona verið að þvo aðeins. Týpískur Íslendingur. Þoli ekki of mikinn skít. Kanadamenn hafa almennt miklu hærri skítaþröskuld en við Íslendingar. Og samt finnst mömmu ég alls ekki þrífa nóg. Alla vega ekki þegar ég bjó mín fyrstu ár í Reykjavík. Hún hefði átt að sjá íbúðina mína stundum í vetur þegar vinnuálagið var sem mest. Þá blöskraði mér sjálfri stundum.
Á morgun er ætlunin að fara í siglingu eftir vinnu. Tölvumaðurinn á tungumálastofnuninni, Martin, bauð mér að koma með sér og félögum sínum. Það er reyndar spáð rigningu og sjálfsagt verða þrumur og eldingar, en það sakar varla of mikið. Maður er ekki með sjómannsblóð í æðunum fyrir ekki neitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.