Stuðningur við íslensku flokkana

Á vef sínum benti Gurrí á próf þar sem skoðanir manns eru bornar saman við skoðanir íslensku stjórnmálaflokkanna. Ég skellti mér beint í prófið, enda hef ég alltaf gaman af slíku. Útkoman kom mér nokkuð á óvart.

 
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 18.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 4%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Hér kemur ekki á óvart stuðningur við VG, þeir eru sá flokkur sem mér finnst mest varið í núna. Það sem kemur á óvart er hversu mikill Framsóknarmaður ég er....40%. Það er alveg ótrúlegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til að það hefur aldrei hvarflað að  mér að kjósa Framsóknarflokkinn. Ég veit ekki hvað það er sem gerir þetta. Ég er líka hissa á að stuðningur við Samfylkingu er mjög lítill. Ég hélt ég ætti meiri samleið með þeim. Það er helst að okkur greini á um Evrópumálin, og að einhverju leiti um sjávarútvegsmál.

Ef þið viljið líka taka prófið þá getið þið fundið það hér: http://xhvad.bifrost.is/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 18.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 0%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 8%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%


Þetta eru tölurnar hjá mér. Ég er ekki hissa á Framsóknarfylginu, því það er ekki flokkur fyrir mig - ánægjuleg niðurstaða þar. En lítið fylgi við Samfylkingu kemur mér á óvart þar sem ég veit að ég mun kjósa hana eða Vinstrigræna.

Kannski erum við svipuð í skoðunum í þessu - nema hvað þú ert meiri Frammari en ég (ég held þó með Fram í fótbolta á Íslandi ... )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú mátt fá svolítið af Framsóknarfylginu mínu. Annars sýnast mér þínar niðurstöður benda til þess að það vanti hreinlega flokkinn sem hentar þér.

Ég hef aldrei haldið með Fram. Er harður Þórsari og verð fram í rauðan dauðann en þegar ég bjó í Reykjavík fór ég stundum á KR völlinn enda bjó ég á Nesveginum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.5.2007 kl. 02:06

3 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Ég held að nú sé að verða kominn tími til að þú komir heim. Þetta framsóknardaður - hvar hefur manneskjan eiginlega verið?

(nema þessi könnun sé lævísleg tilraun til að draga fólk að Framsóknarflokknum) 

Valdimar Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband