Púkinn - frábært framtak

Ég verð að óska þeim Moggamönnum til hamingju með að hafa nú tengt púkann við moggabloggið. Ég er auðvitað stuðningsmaður baráttunnar gegn sóðalegri íslensku, þótt stundum vilji nú brenna við að ég flýti mér of mikið við að vista færslurnar mínar og að ljótar stafavillur sleppi í gegn.

Það er alltaf leiðinlegt að lesa illa skrifaðar og sóðalegar færslur og einföld villuleitarforrit geta gert mikið til hjálpar. Við skulum vona að sem flestir nýti sér þennan möguleika og renni púkanum yfir færsluna áður en hún er send út í veraldarvefinn.

P.s. Ég skellti púkanum á það sem ég hafði skrifað hér að ofan en ekkert gerðist. Ég var ekki viss um hvort það þýddi að púkinn virkaði ekki eða hvort ég hafði bara skrifað allt rétt, svo ég ákvað að skrifa einhverja vitleysu til að fullvissa mig um að allt væri í lagi. Skrifaði því jeg upp á gamla mátann... en ekkert gerðist.  Reyndi þá óöfræj en aftur gerðist ekkert! Hey, hef ég misskilið eitthvað? Hvernig virkar þetta? Lítið gagn af púka sem ekki virkar. Meira að segja ógagn - fær mann til að halda að allt sé rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ef púkinn virkar og fólk notar hann er það sossum gott. Hins vegar líst mér ógulega illa á þessa talnarunu um innlit og flettingar. Og svo hélt ég að innlit væri sama tala og IP-tölur (þ.e. fjöldi þeirra) þannig að ég er alveg rugluð. Kannski venst maður þessu, en mér líkaði hitt vel.

Berglind Steinsdóttir, 7.5.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband