Umræða um ís
9.5.2007 | 00:37
Í dag kom ég við í DairyQueen og fékk mér ís með dýfu. Þeir eru reyndar ekki eins kúltiveraðir og heima svo ég varð að láta mér nægja súkkulaðidýfu - ekki boðið upp á lakkrísdýfu hér. En þar sem ég gekk niður Broadway og át minn ís fór ég að hugsa um samræðu sem ég átti við amerískan vin minn fyrir nokkrum árum. Ég hafði eitthvað minnst á við hann hvað mér þætti íslenskur ís (í brauði) góður og hann vildi vita með hvernig bragði. Samtalið getur hafa verið einhvern veginn svona:
Robin: Hvernig bragð viltu helst
Ég: Bragð? Bara svona ísbragð.
Robin: Það er ekki til neitt ísbragð. Það hlýtur að vera eitthvert bragð. Súkkulaði, jarðaberja, vanillu...
Ég: Nei. Það er hægt að fá súkkulaðiís eða jarðaberjaís, en mér finnst bestur ís með engu. Bara venjulegur ís.
Robin: En það hlýtur að vera eitthvert bragð!!!
Ég: Neibb, bara ísbragð.
Löngu seinna áttaði ég mig á að okkar venjulega ísbragð er að sjálfsögðu VANILLA. Robin hafði sem sagt rétt fyrir sér eftir allt saman. Veit ekki á hverju ég var!
Þetta minnir reyndar á aðra samræðu, úr bókinni Good Omens eftir Terry Pratchett og Neil Gaiman. FRÁBÆR BÓK!!!!! Lesa'na!
Adam, antikristur, er að tala við vii sína (þeir eru allir um tíu ára - og allir Bretar) og einn þeirra segir: Í Bandaríkjunum hægt að fá 99 tegundir af ís.
Adam: Það er ekki hægt. Það eru ekki til 99 tegundir af ís. Það er bara súkkulaði, jarðaberja og vanillu. Ja, svo er reyndar hægt að blanda þeim saman og fá súkkulaði OG jarðaberja, eða súkkulaði OG vanillu, eða jarðaber OG vanillu, eða jafnvel súkkulaði, jarðaberja og vanillu...
Bretar hafa sem sagt svipaða súkkulaðimenningu og Íslendingar höfðu í gegnum tíðina. Nú skilst mér að hægt sé að kaupa HaegenDaz á Íslandi. Þar mæli ég fyrst og fremst með Dolce de leche. Fékk einu sinni l de leche shake í HaegenDaz búð í Seattle. Æðislegur. Annars er uppáhaldsísinn minn ekki frá Dolche de leche, heldur frá Ben and Jerry's og það er Chunky monkey. Súkkulaði, bananar og heslihnetur. Alveghreint magnaður ís. Góður er líka Cherry Garcia (að sjálfsögðu nefndur eftir Jerry Garcia úr Greatful Dead) sem hefur súkkulaði og kirsuber.
En áður en ég lýk þessari umræðu, getur einhver sagt mér hvort enn er hægt að fá lakkrísdýfu á ísinn sinn á Íslandi? Vinkona mín er að fara til Íslands í sumar og eftir að ég sagði henni frá þessu undri þá vill hún endilega prófa. Hvar fær hún svoleiðis núna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.