American Idol nálgast endalokin.

Í kvöld var BeeGees kvöld í American Idol og ég komst að því að BeeGees lögin eiga það sameiginlegt með Bítlalögunum að þeim má helst ekki breyta. Þau verða að vera eins og þau voru skrifuð—og flutt. Þannig eru þau fullkomin. Keppendurnir fjórir sem eftir eru fluttu tvö lög hver og öll reyndu þau að gera eitthvað nýtt og spennandi við gömlu BeeGees lögin og það gekk ekkert sérlega vel. Enginn var glimrandi.

Það verður annars spennandi að sjá hver dettur út næst því þetta er sú umferð sem hefur sjokkerað flesta. Í fyrra datt Chris Daughtry út í þessari umferð og hann á nú plötu á topp 10 listanum og hefur gert betur en nokkur frá því í fyrra. Í AI3 datt LaToya út í þessari umferð og í AI1 var það Tamyra Gray. Af þeim sem eftir eru í ár er það aðeins Melinda sem gæti valdið slíku sjokki ef hún dytti út. Hin þrjú hafa öll dottið neðarlega í eitt eða annað skiptið. Það þýðir hins vegar ekki að Melinda muni vinna. Jordan hefur unnið  mjög á undanfarið og er orðin mjög vinsæl, og Blake á stóran aðdáendahóp. Þá hlýtur það að hafa einhver áhrif að hann er einu strákurinn sem eftir er. Ég hef trú á að það verði LaKeesha sem dettur út í þessari viku.

Ég mun hins vegar ekki skrifa um það hver dettur út því mér skilst að þið á Íslandi sjáið ekki þáttinn fyrr en á mánudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru sýndir saman á mánudagskvöldum. Annars er þetta allt komið á netið samdægurs.....

Drífðu þig svo út að hlaupa.

Már Högnason (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 06:23

2 identicon

Ég hef sambönd og ég veit allt núna ...

Jordin er æðisleg - hún var áberandi best í þessum þætti fannst mér. Beatboxið hans Blake er þreytt finnst mér og ég held að lofið sem hann fékk í síðustu viku hafi aðeins ruglað hann ... því að bítboxa í báðum lögunum ... not cool.

En best að segja ekki neitt ... hins vegar myndi ég segja að spádómar mínir frá því í byrjun úrslitakeppninnar séu á góðri leið með að rætast ...

kveðja út til þín, og ... labbaðu rólega bara. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband